Innlent

Svona var 105. upplýsingafundur almannavarna

Sylvía Hall skrifar
Þríeykið sat fund í morgun þar sem fjallað var um það hvernig lifa skuli með kórónuveirunni. Alma Möller landlæknir verður þó ekki á upplýsingafundi dagsins.
Þríeykið sat fund í morgun þar sem fjallað var um það hvernig lifa skuli með kórónuveirunni. Alma Möller landlæknir verður þó ekki á upplýsingafundi dagsins. vísir/vilhelm

Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fer yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni.

Gestur fundarins verður Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. 

Hér að neðan má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu, auk þess sem að þar fyrir neðan má fylgjast með framvindu fundarins í beinni textalýsingu.

Tvö kórónuveirusmit greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og eitt á landamærunum. Þrjú sem skimuð voru á landamærunum bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu. Annar þeirra sem greindist hér innanlands var í sóttkví við greiningu.

Nú eru alls 117 í einangrun. Fólki í einangrun fækkaði því um fimm milli daga og fækkar fólki í sóttkví sömuleiðis.

Uppfært: Hér að ofan má sjá upptöku af fundinum í heild sinni og fyrir neðan má lesa beina textalýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×