Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 10:19 Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og nú næstráðandi Norður-Kóreu. EPA/Jorge Silva Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vill Kim draga úr því álagi sem hann er undir og sömuleiðis vill hann draga úr eigin ábyrgð ef eitthvað kemur upp á. Þetta kom fram í skýrslu frá leyniþjónustu Suður-Kóreu sem var kynnt þingmönnum þar í landi í nótt. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að Kim haldi enn einræðisvöldum sínum og hann sé ekki að velja sér erfingja. Hann hafi fengið systur sína og aðra til að hlaupa undir bagga með sér. Yo Jong tók að sér mest öll völdin sem Kim gaf frá sér og sérstaklega þau sem snúa að stjórn ríkisins. Þeir Pak Pong Ju, aðstoðarformaður landsnefndar Norður-Kóreu, og Kim Tok Hun, nýr forsætisráðherra, tóku að sér völd varðandi efnahagsstjórn landsins. Áður hafði Yo Jong tekið að sér samskipti ríkisins við Suður-Kóreu, þar sem mikil harka hefur færst í leikana síðan þá. Hún hefur að undanförnu verið að taka að sér meiri völd og skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Í rauninni er hún nú næstráðandi Norður-Kóreu. Hún þykir þar að auki líklegust til að taka við stjórn landsins ef Kim félli frá skyndilega. Miklar vangaveltur um hver tæki við af Kim fóru af stað þegar hann hvarf af sjónarsviðinu í vor. Einhverjir töldu einræðisherrann hafa fallið frá en svo er ekki. Sjá einnig: Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Í skýrslu Leyniþjónustu Suður-Kóreu er einnig tekið fram að heræfingum í Norður-Kóreu hafi verið fækkað verulega. Þeim hafi verið fækkað um 25 til 65 prósent á milli ára. Norður-Kórea Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vill Kim draga úr því álagi sem hann er undir og sömuleiðis vill hann draga úr eigin ábyrgð ef eitthvað kemur upp á. Þetta kom fram í skýrslu frá leyniþjónustu Suður-Kóreu sem var kynnt þingmönnum þar í landi í nótt. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að Kim haldi enn einræðisvöldum sínum og hann sé ekki að velja sér erfingja. Hann hafi fengið systur sína og aðra til að hlaupa undir bagga með sér. Yo Jong tók að sér mest öll völdin sem Kim gaf frá sér og sérstaklega þau sem snúa að stjórn ríkisins. Þeir Pak Pong Ju, aðstoðarformaður landsnefndar Norður-Kóreu, og Kim Tok Hun, nýr forsætisráðherra, tóku að sér völd varðandi efnahagsstjórn landsins. Áður hafði Yo Jong tekið að sér samskipti ríkisins við Suður-Kóreu, þar sem mikil harka hefur færst í leikana síðan þá. Hún hefur að undanförnu verið að taka að sér meiri völd og skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Í rauninni er hún nú næstráðandi Norður-Kóreu. Hún þykir þar að auki líklegust til að taka við stjórn landsins ef Kim félli frá skyndilega. Miklar vangaveltur um hver tæki við af Kim fóru af stað þegar hann hvarf af sjónarsviðinu í vor. Einhverjir töldu einræðisherrann hafa fallið frá en svo er ekki. Sjá einnig: Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Í skýrslu Leyniþjónustu Suður-Kóreu er einnig tekið fram að heræfingum í Norður-Kóreu hafi verið fækkað verulega. Þeim hafi verið fækkað um 25 til 65 prósent á milli ára.
Norður-Kórea Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Sjá meira