Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 10:19 Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og nú næstráðandi Norður-Kóreu. EPA/Jorge Silva Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vill Kim draga úr því álagi sem hann er undir og sömuleiðis vill hann draga úr eigin ábyrgð ef eitthvað kemur upp á. Þetta kom fram í skýrslu frá leyniþjónustu Suður-Kóreu sem var kynnt þingmönnum þar í landi í nótt. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að Kim haldi enn einræðisvöldum sínum og hann sé ekki að velja sér erfingja. Hann hafi fengið systur sína og aðra til að hlaupa undir bagga með sér. Yo Jong tók að sér mest öll völdin sem Kim gaf frá sér og sérstaklega þau sem snúa að stjórn ríkisins. Þeir Pak Pong Ju, aðstoðarformaður landsnefndar Norður-Kóreu, og Kim Tok Hun, nýr forsætisráðherra, tóku að sér völd varðandi efnahagsstjórn landsins. Áður hafði Yo Jong tekið að sér samskipti ríkisins við Suður-Kóreu, þar sem mikil harka hefur færst í leikana síðan þá. Hún hefur að undanförnu verið að taka að sér meiri völd og skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Í rauninni er hún nú næstráðandi Norður-Kóreu. Hún þykir þar að auki líklegust til að taka við stjórn landsins ef Kim félli frá skyndilega. Miklar vangaveltur um hver tæki við af Kim fóru af stað þegar hann hvarf af sjónarsviðinu í vor. Einhverjir töldu einræðisherrann hafa fallið frá en svo er ekki. Sjá einnig: Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Í skýrslu Leyniþjónustu Suður-Kóreu er einnig tekið fram að heræfingum í Norður-Kóreu hafi verið fækkað verulega. Þeim hafi verið fækkað um 25 til 65 prósent á milli ára. Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vill Kim draga úr því álagi sem hann er undir og sömuleiðis vill hann draga úr eigin ábyrgð ef eitthvað kemur upp á. Þetta kom fram í skýrslu frá leyniþjónustu Suður-Kóreu sem var kynnt þingmönnum þar í landi í nótt. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að Kim haldi enn einræðisvöldum sínum og hann sé ekki að velja sér erfingja. Hann hafi fengið systur sína og aðra til að hlaupa undir bagga með sér. Yo Jong tók að sér mest öll völdin sem Kim gaf frá sér og sérstaklega þau sem snúa að stjórn ríkisins. Þeir Pak Pong Ju, aðstoðarformaður landsnefndar Norður-Kóreu, og Kim Tok Hun, nýr forsætisráðherra, tóku að sér völd varðandi efnahagsstjórn landsins. Áður hafði Yo Jong tekið að sér samskipti ríkisins við Suður-Kóreu, þar sem mikil harka hefur færst í leikana síðan þá. Hún hefur að undanförnu verið að taka að sér meiri völd og skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Í rauninni er hún nú næstráðandi Norður-Kóreu. Hún þykir þar að auki líklegust til að taka við stjórn landsins ef Kim félli frá skyndilega. Miklar vangaveltur um hver tæki við af Kim fóru af stað þegar hann hvarf af sjónarsviðinu í vor. Einhverjir töldu einræðisherrann hafa fallið frá en svo er ekki. Sjá einnig: Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Í skýrslu Leyniþjónustu Suður-Kóreu er einnig tekið fram að heræfingum í Norður-Kóreu hafi verið fækkað verulega. Þeim hafi verið fækkað um 25 til 65 prósent á milli ára.
Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira