Erlent

Minnst 45 létust þegar bátur þeirra sprakk

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Yfir 300 manns hafa látist við að reyna að komast frá Líbíu til Evrópu á þessu ári. Talið er að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Myndin er úr safni.
Yfir 300 manns hafa látist við að reyna að komast frá Líbíu til Evrópu á þessu ári. Talið er að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Myndin er úr safni. Laurin Schmid/Getty

Minnst 45 farendur og flóttamenn létust, þar af fimm börn, í mannskæðasta skipbroti við strendur Líbíu á þessu ári. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir flóttamannaráði Sameinuðu Þjóðanna.

Fólkið var í hópi fleiri en 80 sem voru um borð í báti hvers vél sprakk undan strönd hafnarborgarinnar Zwara í Líbíu. Fólkið hafði freistað þess að komast frá Líbíu og yfir Miðjarðarhafið til Evrópu.

Eftirlifendum sprengingarinnar var bjargað af sjómönnum. Það voru eftirlifendurnir sem létu vita af því að sprengingin hefði átt sér stað.

Flóttamannastofnun SÞ segir að án skipulagðrar leitar- og björgunarstarfsemi í Miðjarðarhafi hefðu fleiri týnt lífinu vegna sprengingarinnar.

Yfir 300 hafa látið lífið við það að reyna að komast til Evrópu frá Líbíu á þessu ári, að því er staðfest hefur verið. Talið er að tala látinni sé mun hærri.

Eftirlifendur sprengingarinnar, sem flestir eru frá Senegal, Malí, Tsjad og Gana, voru handteknir eftir að þeim var komið aftur í land í Líbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×