Utanríkisráðuneyti Danmerkur mælir gegn því að Danir ferðist til Íslands. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Danir ættu ekki að ferðast til Íslands að óþörfu vegna nýrra regla á landamærum sem taka gildi á morgun.
Greint er frá því á vef danska ríkisútvarpsins að frá og með morgundeginum verði allir ferðamenn skimaðir við komuna til Íslands og svo aftur fimm dögum síðar að lokinni sóttkví. Þetta eigi við um ferðamenn frá öllum löndum, þar á meðal Dani.
ISLAND: Opdateret rejsevejledning: Vi fraråder fra den 19. august kl. 00:00 alle ikke-nødvendige rejser til Island, fordi Island har indført 5 dages hjemmekarantæne med yderst begrænset bevægelsesfrihed for personer, der rejser til Island fra Danmark. Læs: https://t.co/GKJtUDhjso
— Udenrigsministeriets Borgerservice (@UMBorgerservice) August 18, 2020