Bergsveinn og Fríða tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 11:12 Fríða með tilnefningu sína. Vísir/Sigurjón Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson og Fríða Ísberg hafa verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta var tilkynnt á fundi í Gunnarshúsi klukkan ellefu. Tvö verk eru tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru skáldsagan Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson, gefin út af Bjarti árið 2018, og smásagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg, gefið út hjá Partusi árið 2018. Alls eru þrettán verk tilnefnd til verðlaunanna í ár, en nánari upplýsingar um þau má finna hér. Hér fyrir neðan fylgir rökstuðningur íslensku dómnefndarinnar. Hana skipa Kristján Jóhann Jónsson, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sunna Dís Másdóttir. Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson Lifandilífslækur fjallar um baráttu fátækrar þjóðar fyrir réttinum til eigin skynjunar og lífsskoðunar; um yfirgang valdhafa, nýlendustefnu, arðrán og vanhelgun náttúrunnar. Verkið er sögulegur skáldskapur um ögurstund í lífi íslenskrar þjóðar en jafnframt um þá örlagatíma heillar siðmenningar sem heimsbyggðin horfist nú í augu við. Bergsveinn Birgisson staðsetur verk sitt á landamærum tveggja heima. Raunsæi og vísindahyggja 18. aldar stendur andspænis náttúrutrú og dulúð. Ekki verður með góðu móti litið framhjá tilvísun verksins til nútímans þar sem hættulegar hagsmunakreddur ógna mennsku og tilfinningagreind. Bergsveinn Birgisson hefur búið og starfað í Noregi í nokkurn tíma. Með einstakri stílgáfu býður Bergsveinn lesanda að ferðast með sér aftur í aldir með upplýsingarmanninum Markúsi Árelíusi. Harðbýlt og hrjóstrugt Ísland 18. aldar, illa leikið eftir gríðarlegar náttúruhamfarir, er ógleymanlegt sögusvið sem höfundur miðlar af miklu næmi. Markús Árelíus er sendur til hins vindbarða Íslands til þess að vinna skýrslu fyrir yfirboðara sína hjá dönskum stjórnvöldum. Þeir íhuga að flytja allt nýtilegt vinnuafl til starfa í verksmiðjum í Danmörku og Noregi. Vopnaður mælitækjum og upptendraðri vitund upplýsingarmannsins leggur Markús Árelíus leið sína norður á Strandir, en náttúran neitar að lúta lögmálum hans og leikur mælitækin grátt. Verkin þrettán sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Eins og fyrri verk Bergsveins sýna hefur hann meistaraleg tök á hinni sögulegu skáldsögu. Við bætist yfirgripsmikil þekking hans á söguefni og sögusviði. Það er makalaust að sagan Lifandilífslækur skuli í senn geta verið svo trú tíma sínum og rúmi í norrænni sögu en jafnframt svo beinskeytt í tilvísun sinni til nútímans. Bergsveinn hefur áður sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og fræðirit en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1992. Skáldsaga hans, Svar við bréfi Helgu, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012. Kláði eftir Fríðu Ísberg Klæjar okkur öll meira og minna undan nútímanum? Sagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg er fallegt dæmi um þá vorvinda sem borist geta með ungum höfundum inn í bókmenntirnar. Sögumaður horfir með nýjum augum á gömul viðfangsefni sem í frásögnunum verða á margan hátt önnur en þau voru. Endurnýjanir og breytingar eru meðal helstu lífsskilyrða bókmenntanna og stundum gerast þær með því móti að inn á sviðið stígur nýtt fólk sem lítur viðfangsefnin öðrum augum en við eigum að venjast. Frásagnarhátturinn er bæði raunsæilegur og módernískur. Gildi bókarinnar liggur framar öðru í sterkri, tilfinningalegri nálgun sem krefur lesandann svara um viðhorf og gildi í nútímanum. Bækurnar tvær sem tilnefndar voru í dag.Vísir/Sigurjón Sögurnar í Kláða fjalla í stórum dráttum um það hvernig í ósköpunum er hægt að vaxa úr grasi og taka því hlutskipti sem bíður nútímamanns. Það er skrifað um kynlíf og parasambönd; átök kynslóða og kynja; klám og firringu; böl staðalímynda og fíknar; sekt og kúgun; hefðir með tómahljóði; harðsótta, tímafreka ást; og þrautseiga, kæfandi sorg. Fríða Ísberg er einhver eftirtektarverðasti rithöfundur nýrrar kynslóðar. Hún hefur gefið út ljóðabækurnar Slitförin (2017) og Leðurjakkaveður (2019). Hún var tilnefnd til Fjöruverðlauna fyrir sagnasafnið Kláða. Bókmenntir Tengdar fréttir Bergsveinn sleginn til riddara í Noregi Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, var heiðraður af Noregskonungi á dögunum. 3. apríl 2017 16:07 Eins og falleg íslensk vetrarbirta Jónsvaka Helgasonar verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar nú á sunnudag, 1. desember, kl. 14.00. Tilefnið er ný útgáfa af ljóðasafni hans og að 120 ár eru liðin frá fæðingu þessa merka skálds og fræðimanns. 29. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson og Fríða Ísberg hafa verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta var tilkynnt á fundi í Gunnarshúsi klukkan ellefu. Tvö verk eru tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru skáldsagan Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson, gefin út af Bjarti árið 2018, og smásagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg, gefið út hjá Partusi árið 2018. Alls eru þrettán verk tilnefnd til verðlaunanna í ár, en nánari upplýsingar um þau má finna hér. Hér fyrir neðan fylgir rökstuðningur íslensku dómnefndarinnar. Hana skipa Kristján Jóhann Jónsson, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sunna Dís Másdóttir. Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson Lifandilífslækur fjallar um baráttu fátækrar þjóðar fyrir réttinum til eigin skynjunar og lífsskoðunar; um yfirgang valdhafa, nýlendustefnu, arðrán og vanhelgun náttúrunnar. Verkið er sögulegur skáldskapur um ögurstund í lífi íslenskrar þjóðar en jafnframt um þá örlagatíma heillar siðmenningar sem heimsbyggðin horfist nú í augu við. Bergsveinn Birgisson staðsetur verk sitt á landamærum tveggja heima. Raunsæi og vísindahyggja 18. aldar stendur andspænis náttúrutrú og dulúð. Ekki verður með góðu móti litið framhjá tilvísun verksins til nútímans þar sem hættulegar hagsmunakreddur ógna mennsku og tilfinningagreind. Bergsveinn Birgisson hefur búið og starfað í Noregi í nokkurn tíma. Með einstakri stílgáfu býður Bergsveinn lesanda að ferðast með sér aftur í aldir með upplýsingarmanninum Markúsi Árelíusi. Harðbýlt og hrjóstrugt Ísland 18. aldar, illa leikið eftir gríðarlegar náttúruhamfarir, er ógleymanlegt sögusvið sem höfundur miðlar af miklu næmi. Markús Árelíus er sendur til hins vindbarða Íslands til þess að vinna skýrslu fyrir yfirboðara sína hjá dönskum stjórnvöldum. Þeir íhuga að flytja allt nýtilegt vinnuafl til starfa í verksmiðjum í Danmörku og Noregi. Vopnaður mælitækjum og upptendraðri vitund upplýsingarmannsins leggur Markús Árelíus leið sína norður á Strandir, en náttúran neitar að lúta lögmálum hans og leikur mælitækin grátt. Verkin þrettán sem tilnefnd eru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Eins og fyrri verk Bergsveins sýna hefur hann meistaraleg tök á hinni sögulegu skáldsögu. Við bætist yfirgripsmikil þekking hans á söguefni og sögusviði. Það er makalaust að sagan Lifandilífslækur skuli í senn geta verið svo trú tíma sínum og rúmi í norrænni sögu en jafnframt svo beinskeytt í tilvísun sinni til nútímans. Bergsveinn hefur áður sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og fræðirit en fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1992. Skáldsaga hans, Svar við bréfi Helgu, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2012. Kláði eftir Fríðu Ísberg Klæjar okkur öll meira og minna undan nútímanum? Sagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg er fallegt dæmi um þá vorvinda sem borist geta með ungum höfundum inn í bókmenntirnar. Sögumaður horfir með nýjum augum á gömul viðfangsefni sem í frásögnunum verða á margan hátt önnur en þau voru. Endurnýjanir og breytingar eru meðal helstu lífsskilyrða bókmenntanna og stundum gerast þær með því móti að inn á sviðið stígur nýtt fólk sem lítur viðfangsefnin öðrum augum en við eigum að venjast. Frásagnarhátturinn er bæði raunsæilegur og módernískur. Gildi bókarinnar liggur framar öðru í sterkri, tilfinningalegri nálgun sem krefur lesandann svara um viðhorf og gildi í nútímanum. Bækurnar tvær sem tilnefndar voru í dag.Vísir/Sigurjón Sögurnar í Kláða fjalla í stórum dráttum um það hvernig í ósköpunum er hægt að vaxa úr grasi og taka því hlutskipti sem bíður nútímamanns. Það er skrifað um kynlíf og parasambönd; átök kynslóða og kynja; klám og firringu; böl staðalímynda og fíknar; sekt og kúgun; hefðir með tómahljóði; harðsótta, tímafreka ást; og þrautseiga, kæfandi sorg. Fríða Ísberg er einhver eftirtektarverðasti rithöfundur nýrrar kynslóðar. Hún hefur gefið út ljóðabækurnar Slitförin (2017) og Leðurjakkaveður (2019). Hún var tilnefnd til Fjöruverðlauna fyrir sagnasafnið Kláða.
Bókmenntir Tengdar fréttir Bergsveinn sleginn til riddara í Noregi Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, var heiðraður af Noregskonungi á dögunum. 3. apríl 2017 16:07 Eins og falleg íslensk vetrarbirta Jónsvaka Helgasonar verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar nú á sunnudag, 1. desember, kl. 14.00. Tilefnið er ný útgáfa af ljóðasafni hans og að 120 ár eru liðin frá fæðingu þessa merka skálds og fræðimanns. 29. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Bergsveinn sleginn til riddara í Noregi Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og doktor í norrænum fræðum, var heiðraður af Noregskonungi á dögunum. 3. apríl 2017 16:07
Eins og falleg íslensk vetrarbirta Jónsvaka Helgasonar verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar nú á sunnudag, 1. desember, kl. 14.00. Tilefnið er ný útgáfa af ljóðasafni hans og að 120 ár eru liðin frá fæðingu þessa merka skálds og fræðimanns. 29. nóvember 2019 08:30