Nýsköpun: Engir vatnsbrúsar í maraþonhlaupi í London Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 14:45 Notpla vatnspúðarnir líta út eins og litlir ísklakar. Þeir springa í munni eins og tómatar. Notpla Þann 1.mars næstkomandi verður hálfmaraþon hlaupið í London þar sem hlauparar fá litla vatnspúða afhenta í stað vatnsbrúsa úr plasti. Vatnspúðarnir eru í raun litlir plastlausir pokar og þá má borða. Sé þeim hent eyðast þeir upp á svipaðan hátt og laufblöð af trjám. Það skýrist af því að uppistaðan í þeim er þang og plöntur. Þessar nýju umbúðir heita Notpla og er einn forsvarsmanna þeirra Pierre-Yves Paslier. Hann segir þróun púðana hafa hafist árið 2013, fyrst sem háskólaverkefni. Í fyrra fengu Pierre og félagi hans rúma milljón dollara í fjármagn og nú nýverið ríflega 5 milljónir dollara. Pierre lýsir umbúðunum við litla tómata því þegar þú setur þá upp í munninn og bítur springa þeir. Það er einnig hægt að fá poka sem fólk bítur þá í eins og rifu á horn á umbúðum og drekkur síðan úr. Notpla var í boði fyrir hlaupara í maraþoninu í London í fyrra og mæltust þá vel fyrir. Að sögn Pierre borðuðu 30-40% hlauparanna umbúðirnar en aðrir hentu þeim frá sér. Ekkert bragð er af umbúðunum. Þessar umhverfisvænu umbúðir eru þó ekki líklegar til að leysa vatnsbrúsa af hólmi. Skýrist það af smæð þeirra. Eins þyrfti að þurrka af þeim ef þær stæðu lengi á borði því hugmyndin er að notendur borði þær. Notpla hefur nú til prófanir umbúðir fyrir tómatsósu og mæjones á veitingastöðumNotpla Engin tómatsósubréf á veitingastöðum En frekari vöruþróun er framundan með auknu fjármagni. Næst er að skoða umbúðir fyrir einstakar vörur þekktar í smávöruformi. Sem dæmi má nefna tómatsósubréf og mæjonesbréf fyrir veitingastaði. Prófanir á slíkum umbúðum eru nú þegar hafnar í samstarfi við veitingakeðjuna Just Eat í London. Að sögn Pierre hefur aukin meðvitund neytenda líka hjálpað til. Æ fleiri eru farnir að forðast notkun á vörum í óumhverfisvænum umbúðum. Þetta geri það að verkum að æ fleiri fyrirtæki eru opin fyrir því að prófa nýjar lausnir frá frumkvöðlum. Dottið í það á umhverfisvænan hátt? Enn ein varan sem hefur vakið athygli frá Notpla er kölluð „Ooho.“ Nafngiftin er sögð tengd þeim viðbrögðum sem viðskiptavinir sýna þegar þeir fá „Ooho“ hendurnar. Eins og sjá má nánar í meðfylgjandi myndbandi er vatn ekki innihaldið í „Ooho“ heldur áfengi. Hlaup Nýsköpun Tengdar fréttir Viðskiptavinir munu kaupa sömu skóna aftur og aftur Íslendingar kaupa og henda fatnaði og fylgihlutum í kílóavís á hverju ári. Mikil mengun hlýst af hverri flík, allt frá framleiðslu til förgunar. 24. janúar 2020 10:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Þann 1.mars næstkomandi verður hálfmaraþon hlaupið í London þar sem hlauparar fá litla vatnspúða afhenta í stað vatnsbrúsa úr plasti. Vatnspúðarnir eru í raun litlir plastlausir pokar og þá má borða. Sé þeim hent eyðast þeir upp á svipaðan hátt og laufblöð af trjám. Það skýrist af því að uppistaðan í þeim er þang og plöntur. Þessar nýju umbúðir heita Notpla og er einn forsvarsmanna þeirra Pierre-Yves Paslier. Hann segir þróun púðana hafa hafist árið 2013, fyrst sem háskólaverkefni. Í fyrra fengu Pierre og félagi hans rúma milljón dollara í fjármagn og nú nýverið ríflega 5 milljónir dollara. Pierre lýsir umbúðunum við litla tómata því þegar þú setur þá upp í munninn og bítur springa þeir. Það er einnig hægt að fá poka sem fólk bítur þá í eins og rifu á horn á umbúðum og drekkur síðan úr. Notpla var í boði fyrir hlaupara í maraþoninu í London í fyrra og mæltust þá vel fyrir. Að sögn Pierre borðuðu 30-40% hlauparanna umbúðirnar en aðrir hentu þeim frá sér. Ekkert bragð er af umbúðunum. Þessar umhverfisvænu umbúðir eru þó ekki líklegar til að leysa vatnsbrúsa af hólmi. Skýrist það af smæð þeirra. Eins þyrfti að þurrka af þeim ef þær stæðu lengi á borði því hugmyndin er að notendur borði þær. Notpla hefur nú til prófanir umbúðir fyrir tómatsósu og mæjones á veitingastöðumNotpla Engin tómatsósubréf á veitingastöðum En frekari vöruþróun er framundan með auknu fjármagni. Næst er að skoða umbúðir fyrir einstakar vörur þekktar í smávöruformi. Sem dæmi má nefna tómatsósubréf og mæjonesbréf fyrir veitingastaði. Prófanir á slíkum umbúðum eru nú þegar hafnar í samstarfi við veitingakeðjuna Just Eat í London. Að sögn Pierre hefur aukin meðvitund neytenda líka hjálpað til. Æ fleiri eru farnir að forðast notkun á vörum í óumhverfisvænum umbúðum. Þetta geri það að verkum að æ fleiri fyrirtæki eru opin fyrir því að prófa nýjar lausnir frá frumkvöðlum. Dottið í það á umhverfisvænan hátt? Enn ein varan sem hefur vakið athygli frá Notpla er kölluð „Ooho.“ Nafngiftin er sögð tengd þeim viðbrögðum sem viðskiptavinir sýna þegar þeir fá „Ooho“ hendurnar. Eins og sjá má nánar í meðfylgjandi myndbandi er vatn ekki innihaldið í „Ooho“ heldur áfengi.
Hlaup Nýsköpun Tengdar fréttir Viðskiptavinir munu kaupa sömu skóna aftur og aftur Íslendingar kaupa og henda fatnaði og fylgihlutum í kílóavís á hverju ári. Mikil mengun hlýst af hverri flík, allt frá framleiðslu til förgunar. 24. janúar 2020 10:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Viðskiptavinir munu kaupa sömu skóna aftur og aftur Íslendingar kaupa og henda fatnaði og fylgihlutum í kílóavís á hverju ári. Mikil mengun hlýst af hverri flík, allt frá framleiðslu til förgunar. 24. janúar 2020 10:00