Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 16:15 Danni Williams var frábær með Blikum í gær en hún skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Vísir/Daníel Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins. Valur skaut nýkrýnda bikarmeistara niður á jörðina í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Skallagrímur lék án Keiru Robinson, Emilie Sofie Hesseldal og Maju Michalsku, sem voru allar með flensu en án þeirra byrjuðu Borgnesingar betur og þegar tvær og hálf mínúta var búin var staðan 8-2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði var þá búin að skora 6 stig. Valur svaraði af krafti og eftir því sem á leikinn leið breikkaði bilið milli liðanna. Valur skoraði 21 stig í röð í seinni hálfleik og vann að lokum 66 stiga sigur, 107-41. Valur, sem tapaði fyrir KR í frábærum undanúrslitaleik í bikarnum um helgina, færist því nær deildarmeistaratitilinum. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í Valsliðinu, skoraði 27 stig. Kiana Johnson kom næst með 16 stig. Sigrún Sjöfn var stigahæst hjá Skallagrími með 17 stig. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikina í gær. Klippa: Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Valur er 6 stigum á undan KR sem þurfti að hafa fyrir sigri á Haukum. Haukar voru sterkari framan af og eftir 9 stig í röð var staðan 17-8 sem var mesta forysta Hauka í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var spennandi en KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 46-42. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta en KR var 9 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 15 stig og þá ákvað Benedikt Guðmundsson þjálfari að hvíla lykilmenn. Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt en sigri KR var ekki ógnað, 75-72, urðu úrslitin. Danielle Rodriquez var nálægt þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hún fiskaði að auki 9 villur á Hauka. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 18 stig. Breiðablik og Grindavík voru jöfn að stigum á botninum þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Liðin höfðu aðeins unnið 2 leiki í vetur, Grindavík vann leik liðanna í Grindavík en Breiðablik hafði betur þegar liðin mættust í Kópavogi. Breiðablik hafði að auki unnið Snæfell og Grindavík vann Keflavík í byrjun þessa mánaðar. Í gærkvöldi var Breiðablik með undirtökin allan tímann. Í byrjun 2. leikhluta var munurinn 5 stig en þá skoraði Breiðablik 10 stig í röð. Kópavogsliðið var 15 stigum yfir í hálfleik og vann að lokum 89-66. Hin geysiöfluga Danni Williams skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir átti góðan leik, skoraði 19 stig á þeim 25 mínútum sem hún spilaði. Tania Pierre-Marie var stigahæst hjá Grindavík með 28 stig. Breiðablik er í sjöunda sæti með 6 stig og Grindavík í 8. sæti með 4. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins. Valur skaut nýkrýnda bikarmeistara niður á jörðina í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Skallagrímur lék án Keiru Robinson, Emilie Sofie Hesseldal og Maju Michalsku, sem voru allar með flensu en án þeirra byrjuðu Borgnesingar betur og þegar tvær og hálf mínúta var búin var staðan 8-2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði var þá búin að skora 6 stig. Valur svaraði af krafti og eftir því sem á leikinn leið breikkaði bilið milli liðanna. Valur skoraði 21 stig í röð í seinni hálfleik og vann að lokum 66 stiga sigur, 107-41. Valur, sem tapaði fyrir KR í frábærum undanúrslitaleik í bikarnum um helgina, færist því nær deildarmeistaratitilinum. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í Valsliðinu, skoraði 27 stig. Kiana Johnson kom næst með 16 stig. Sigrún Sjöfn var stigahæst hjá Skallagrími með 17 stig. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikina í gær. Klippa: Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn Valur er 6 stigum á undan KR sem þurfti að hafa fyrir sigri á Haukum. Haukar voru sterkari framan af og eftir 9 stig í röð var staðan 17-8 sem var mesta forysta Hauka í leiknum. Fyrri hálfleikurinn var spennandi en KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 46-42. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta en KR var 9 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn. Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn orðinn 15 stig og þá ákvað Benedikt Guðmundsson þjálfari að hvíla lykilmenn. Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt en sigri KR var ekki ógnað, 75-72, urðu úrslitin. Danielle Rodriquez var nálægt þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hún fiskaði að auki 9 villur á Hauka. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 18 stig. Breiðablik og Grindavík voru jöfn að stigum á botninum þegar liðin mættust í Kópavogi í gærkvöldi. Liðin höfðu aðeins unnið 2 leiki í vetur, Grindavík vann leik liðanna í Grindavík en Breiðablik hafði betur þegar liðin mættust í Kópavogi. Breiðablik hafði að auki unnið Snæfell og Grindavík vann Keflavík í byrjun þessa mánaðar. Í gærkvöldi var Breiðablik með undirtökin allan tímann. Í byrjun 2. leikhluta var munurinn 5 stig en þá skoraði Breiðablik 10 stig í röð. Kópavogsliðið var 15 stigum yfir í hálfleik og vann að lokum 89-66. Hin geysiöfluga Danni Williams skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Eyrún Ósk Alfreðsdóttir átti góðan leik, skoraði 19 stig á þeim 25 mínútum sem hún spilaði. Tania Pierre-Marie var stigahæst hjá Grindavík með 28 stig. Breiðablik er í sjöunda sæti með 6 stig og Grindavík í 8. sæti með 4.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn