Magnús Geir sópar til sín lykilfólki úr Borgarleikhúsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 16:02 Magnús Geir Þórðarson tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin. Hari Magnús Geir Þórðarson, nýr þjóðleikhússtjóri og fyrrverandi borgarleikhússtjóri, hefur sópað til sín lykilfólki af gamla vinnustað sínum. Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir hefur starfð sem listrænn ráðunautur Borgarleikhússins frá árinu 2014. .Hari Hrafnhildur hefur verið listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu frá árinu 2014, Ólafur Egill hefur leikstýrt fjölda verka í Borgarleikhúsinu, nú síðast Bubbasöngleiknum Níu líf, og Ilmur og Björn hafa verið í fararbroddi í sínum deildum í Borgarleikhúsinu síðustu ár. Þá hefur Unnur leikið aðalhlutverk í nokkrum af stærstu sýningum leikhússins undanfarin leikár, auk þess sem hún leikstýrði hinum gríðarvinsæla söngleik Mamma Mia. Í tilkynningu segir að ráðningunum sé ætlað að „efla leikhúsið, skerpa á listrænni sýn og stöðu“. Listrænu stjórnendurnir munu jafnframt allir verða virkir í listrænni sköpun í leikhúsinu ásamt öðrum listamönnum hússins. Þá sé hlutverk þeirra að taka þátt í að móta listræna stefnu leikhússins með þjóðleikhússtjóra og styðja við hana, auk stefnumótunar fyrir leikhúsið almennt. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri.Hari Haft er eftir Magnúsi Geir, sem tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin, að það sé gríðarlegur fengur fyrir Þjóðleikhúsið að hafa ráðið hina nýju listrænu stjórnendur. „Þessir leikhúslistamenn eru leiðandi, hver í sínum flokki. Ég er ekki í vafa um að landsmenn eigi eftir að njóta margra ógleymanlegra sýninga undir þeirra stjórn á næstu árum,“ segir Magnús Geir. „Það eru spennandi tímar framundan í Þjóðleikhúsinu.“ Ljóst er að stórt skarð er nú hoggið í hóp listrænna stjórnenda í Borgarleikhúsinu. Ærið verkefni bíður því Brynhildar Guðjónsdóttur, nýráðins borgarleikhússtjóra, sem tekur við starfinu af Kristínu Eysteinsdóttur innan skamms. Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahönnuður.Hari Nánar um feril hinna nýju listrænu stjórnenda, samkvæmt tilkynningu Þjóðleikhússins: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir hefur starfað sem leikskáld, þýðandi og nú síðast sem listrænn ráðunautur Borgarleikhússins frá árinu 2014. Meðal leikverka hennar eru Ég er meistarinn og Hægan Elektra. Hún hefur verið leiðandi við stjórnun Borgarleikhússins auk þess að vera sýningardramatúrg við margar af rómuðustu leiksýningum síðustu ára. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir sín störf, m.a. Norrænu leikskáldaverðlaunin. Ólafur Egill Egilsson hefur víðtæka reynslu sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Hann hefur verið leiðandi handritshöfundur fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir auk þess sem hann hefur unnið rómaðar leikgerðir. Á undanförnum árum hefur hann fært sig æ meira yfir í leikstjórn þar sem hann hefur náð miklum árangri. Meðal leikgerða Ólafs eru Svar við bréfi Helgu, Karitas og Fólkið í kjallaranum og meðal leikstjórnarverkefna eru Brot úr hjónabandi, Allt sem er frábært, Ör og Níu líf Bubba. Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur verið aðalljósahönnuður Borgarleikhússins síðan árið 2014.Hari Ilmur Stefánsdóttir vinnur jöfnum höndum við myndlist og leikmyndahönnun. Ilmur hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og víðar. Hún er einn stofnenda CommonNonsense hópsins en meðal leikmynda hennar á undanförnum árum eru leikmyndir við Njálu, Guð blessi Ísland, Tengdó, Mamma mía, Matthildur og Blái hnötturinn. Ilmur hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín. Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur verið í fremstu röð íslenskra ljósahönnuða um árabil. Hann hefur verið aðalljósahönnuður Borgarleikhússins frá árinu 2014, en þar á undan starfaði hann í fjögur ár hjá Leikfélagi Akureyrar eftir að hafa starfað um árabil í Þjóðleikhúsinu. Hann snýr nú aftur á sinn gamla vinnustað. Auk starfa á Íslandi hefur hann lýst sýningar víða, meðal annars í Konunglega leikhúsinu í Danmörku. Björn hefur hlotið ótal Grímuverðlaun fyrir störf sín. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona og leikstjóri.Hari Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur leikið ótal hlutverk í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk þess hefur hún víðtæka reynslu sem leikstjóri og handritshöfundur. Meðal sýninga sem Unnur hefur leikið í eru Dúkkuheimilið, Elsku barn, Hamskiptin, Nei ráðherra!, Njála, Faust, Eldhaf, Sögur úr hjónabandi og Vanja frændi. Meðal sýninga sem Unnur hefur leikstýrt eru Fólkið í blokkinni, Mamma mía, Kæra Jelena. Unnur framleiddi, skrifaði og lék í sjónvarpsþáttaröðinni Fangar. Unnur hefur hlotið ótal verðlaun fyrir störf sín, þar á meðal Grímuverðlaun og Eddur. Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson, nýr þjóðleikhússtjóri og fyrrverandi borgarleikhússtjóri, hefur sópað til sín lykilfólki af gamla vinnustað sínum. Fimm nýir listrænir stjórnendur ganga nú til liðs við Þjóðleikhúsið, samkvæmt tilkynningu, sem allir hafa gegnt burðarhlutverkum við Borgarleikhúsið undanfarin ár. Um er að ræða þau Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur, listrænan ráðunaut og staðgengil leikhússtjóra, Ólaf Egil Egilsson, fastráðinn leikstjóra, Ilmi Stefánsdóttur, fastráðinn leikmyndahönnuð, Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuð og Unni Ösp Stefánsdóttur, sem vinna mun jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir hefur starfð sem listrænn ráðunautur Borgarleikhússins frá árinu 2014. .Hari Hrafnhildur hefur verið listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu frá árinu 2014, Ólafur Egill hefur leikstýrt fjölda verka í Borgarleikhúsinu, nú síðast Bubbasöngleiknum Níu líf, og Ilmur og Björn hafa verið í fararbroddi í sínum deildum í Borgarleikhúsinu síðustu ár. Þá hefur Unnur leikið aðalhlutverk í nokkrum af stærstu sýningum leikhússins undanfarin leikár, auk þess sem hún leikstýrði hinum gríðarvinsæla söngleik Mamma Mia. Í tilkynningu segir að ráðningunum sé ætlað að „efla leikhúsið, skerpa á listrænni sýn og stöðu“. Listrænu stjórnendurnir munu jafnframt allir verða virkir í listrænni sköpun í leikhúsinu ásamt öðrum listamönnum hússins. Þá sé hlutverk þeirra að taka þátt í að móta listræna stefnu leikhússins með þjóðleikhússtjóra og styðja við hana, auk stefnumótunar fyrir leikhúsið almennt. Ólafur Egill Egilsson, leikstjóri.Hari Haft er eftir Magnúsi Geir, sem tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin, að það sé gríðarlegur fengur fyrir Þjóðleikhúsið að hafa ráðið hina nýju listrænu stjórnendur. „Þessir leikhúslistamenn eru leiðandi, hver í sínum flokki. Ég er ekki í vafa um að landsmenn eigi eftir að njóta margra ógleymanlegra sýninga undir þeirra stjórn á næstu árum,“ segir Magnús Geir. „Það eru spennandi tímar framundan í Þjóðleikhúsinu.“ Ljóst er að stórt skarð er nú hoggið í hóp listrænna stjórnenda í Borgarleikhúsinu. Ærið verkefni bíður því Brynhildar Guðjónsdóttur, nýráðins borgarleikhússtjóra, sem tekur við starfinu af Kristínu Eysteinsdóttur innan skamms. Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahönnuður.Hari Nánar um feril hinna nýju listrænu stjórnenda, samkvæmt tilkynningu Þjóðleikhússins: Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir hefur starfað sem leikskáld, þýðandi og nú síðast sem listrænn ráðunautur Borgarleikhússins frá árinu 2014. Meðal leikverka hennar eru Ég er meistarinn og Hægan Elektra. Hún hefur verið leiðandi við stjórnun Borgarleikhússins auk þess að vera sýningardramatúrg við margar af rómuðustu leiksýningum síðustu ára. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir sín störf, m.a. Norrænu leikskáldaverðlaunin. Ólafur Egill Egilsson hefur víðtæka reynslu sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Hann hefur verið leiðandi handritshöfundur fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir auk þess sem hann hefur unnið rómaðar leikgerðir. Á undanförnum árum hefur hann fært sig æ meira yfir í leikstjórn þar sem hann hefur náð miklum árangri. Meðal leikgerða Ólafs eru Svar við bréfi Helgu, Karitas og Fólkið í kjallaranum og meðal leikstjórnarverkefna eru Brot úr hjónabandi, Allt sem er frábært, Ör og Níu líf Bubba. Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur verið aðalljósahönnuður Borgarleikhússins síðan árið 2014.Hari Ilmur Stefánsdóttir vinnur jöfnum höndum við myndlist og leikmyndahönnun. Ilmur hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og víðar. Hún er einn stofnenda CommonNonsense hópsins en meðal leikmynda hennar á undanförnum árum eru leikmyndir við Njálu, Guð blessi Ísland, Tengdó, Mamma mía, Matthildur og Blái hnötturinn. Ilmur hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín. Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur verið í fremstu röð íslenskra ljósahönnuða um árabil. Hann hefur verið aðalljósahönnuður Borgarleikhússins frá árinu 2014, en þar á undan starfaði hann í fjögur ár hjá Leikfélagi Akureyrar eftir að hafa starfað um árabil í Þjóðleikhúsinu. Hann snýr nú aftur á sinn gamla vinnustað. Auk starfa á Íslandi hefur hann lýst sýningar víða, meðal annars í Konunglega leikhúsinu í Danmörku. Björn hefur hlotið ótal Grímuverðlaun fyrir störf sín. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona og leikstjóri.Hari Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur leikið ótal hlutverk í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk þess hefur hún víðtæka reynslu sem leikstjóri og handritshöfundur. Meðal sýninga sem Unnur hefur leikið í eru Dúkkuheimilið, Elsku barn, Hamskiptin, Nei ráðherra!, Njála, Faust, Eldhaf, Sögur úr hjónabandi og Vanja frændi. Meðal sýninga sem Unnur hefur leikstýrt eru Fólkið í blokkinni, Mamma mía, Kæra Jelena. Unnur framleiddi, skrifaði og lék í sjónvarpsþáttaröðinni Fangar. Unnur hefur hlotið ótal verðlaun fyrir störf sín, þar á meðal Grímuverðlaun og Eddur.
Leikhús Menning Vistaskipti Tengdar fréttir Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28 Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Brynhildur Guðjóns er nýr leikhússtjóri Borgarleikhússins Tekur við af Kristínu Eysteinsdóttur sem óskað hefur eftir því að hætta. 14. febrúar 2020 15:28
Kristín vill losna sem fyrst úr stóli Borgarleikhússtjóra Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir starfslokum hjá Borgarleikhúsinu einu og hálfu ári áður en hennar vertíð í húsinu á að ljúka. Hún greinir samstarfsfólki sínu frá þessu í tölvupósti og segist vera að hlusta á hjartað. 13. febrúar 2020 15:32