Enski boltinn

Arteta: Hefðum átt að komast í betri stöðu

Sindri Sverrisson skrifar
Mikel Arteta sýndi takta í Grikklandi í kvöld.
Mikel Arteta sýndi takta í Grikklandi í kvöld. vísir/getty

„Þetta eru mjög góð úrslit. Í fyrsta lagi að vinna á útivelli í Evrópuleik en líka að vinna á svona velli. Strákarnir eiga hrós skilið,“ sagði Mikel Arteta glaðbeittur eftir 1-0 útisigur hans manna í Arsenal gegn Olympiacos í Evrópudeildinni í kvöld.

„Við áttum erfitt uppdráttar fyrstu tíu mínúturnar og gáfum boltann of mikið frá okkur. Í seinni hálfleiknum, ef föst leikatriði eru undanskilin, þá stýrðum við leiknum mikið betur. Við hefðum getað komið okkur í enn betri stöðu í einvíginu. Við fengum stöður og færi þar sem maður myndi búast við að leikmenn skoruðu,“ sagði Arteta en eina mark leiksins skoraði Alexandre Lacazette á 81. mínútu, eftir frábæran undirbúning Bukayo Saka. Saka lék sem vinstri bakvörður og gladdi Arteta:

„Við reynum að setja hann í rétta stöðu, innan um réttu leikmennina. Hann er ekki bakvörður. Hann brást við með réttum hætti og hefur mikið sjálfstraust. Ég er mjög ánægður með hans frammistöðu,“ sagði Arteta sem einnig var ánægður með Bernd Leno markvörð.

„Hann bjargaði okkur í fyrri hálfleik þegar við þurftum svo sannarlega á honum að halda. Þetta lið er hættulegt með sínar fyrirgjafir og við þurftum að bregðast við þeim.“


Tengdar fréttir

Arsenal gerði góða ferð til Grikklands

Alexandre Lacazette skoraði sigurmark Arsenal í kvöld þegar liðið vann Olympiacos á útivelli í Grikklandi, 1-0, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×