Sjá fjórði yngsti í sögunni til að skora 50 stig í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 16:30 Trae Young, til hægri, er að spila frábærlega í NBA-deildinni í vetur og að verða ein af súperstjörnum deildarinnar. Getty/Todd Kirkland Hinn ungi og frábæri Trae Young átti sinn besta leik á NBA-ferlinum í nótt þegar hann fór fyrir liði sínu Atlanta Hawks í frekar óvæntum sigri á Miami Heat. Trae Young var með 50 stig og 8 stoðsendingar í 129-124 sigri Atlanta Hawks liðsins. Trae Young þurfti aðeins 25 skot til að skora þessi 50 stig sín en hann hitti úr 8 af 15 þriggja stiga skotum sínum og setti niður 18 af 19 vítaskotum. Some context on Trae Young's 50-point game: 4th-youngest player to ever score 50 points in game (LeBron 3x, Devin Booker, Brandon Jennings) 1st Hawks player with a 50-point game since 2001 (Shareef Abdur-Rahim) pic.twitter.com/Nin4ftS5HC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 21, 2020 Trae Young er sá fjórði yngsti til að skora 50 stig í leik í NBA-deildinni en aðeins LeBron James (3 sinnum), Devin Booker og Brandon Jennings voru yngri en hann. Trae Young varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn undir 22 ára til að brjóta fimmtíu stiga múrinn síðan að Devin Booker skoraði 70 stig í mars fyrir þremur árum. Trae Young becomes the first player to score 50+ points in a game at 21 years old or younger since Devin Booker (70 PTS) on 3/24/2017 vs. Boston. pic.twitter.com/cjOkUzh9lE— NBA.com/Stats (@nbastats) February 21, 2020 Trae Young var sérstaklega öflugur í lokaleikhlutanum þegar Atlanta Hawks liðið var að landa sigrinum. Hann skoraði þá 17 af 39 stigum sínum liðs á sama tíma og liðið vann upp sjö stiga forystu Miami Heat og tryggði sér sigurinn. Hinn 21 árs gamli Trae Young hefur nú skorað 40 stig eða meira í sex leikjum síðan í byrjun janúar. Það er engin vafi á því að Trae Young er orðinn að stórstjörnu í NBA-deildinni en hann er eins og er í 2. sæti í bæði stigaskorun og stoðsendingum. Trae Young er með 29,7 stig og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en á sínu fyrsta tímabili í fyrra þá var hann með 19,1 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Trae Young er því að skora meira en tíu stigum meira að meðaltali í leik á þessu tímabili en á nýliðatímabilinu sínu. Hann hefur líka hækkað þriggja stiga skotnýtingu sína úr 32 prósentum upp í 37 prósent. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu frammistöðu Trae Young á móti Miami Heat í nótt. NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Hinn ungi og frábæri Trae Young átti sinn besta leik á NBA-ferlinum í nótt þegar hann fór fyrir liði sínu Atlanta Hawks í frekar óvæntum sigri á Miami Heat. Trae Young var með 50 stig og 8 stoðsendingar í 129-124 sigri Atlanta Hawks liðsins. Trae Young þurfti aðeins 25 skot til að skora þessi 50 stig sín en hann hitti úr 8 af 15 þriggja stiga skotum sínum og setti niður 18 af 19 vítaskotum. Some context on Trae Young's 50-point game: 4th-youngest player to ever score 50 points in game (LeBron 3x, Devin Booker, Brandon Jennings) 1st Hawks player with a 50-point game since 2001 (Shareef Abdur-Rahim) pic.twitter.com/Nin4ftS5HC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 21, 2020 Trae Young er sá fjórði yngsti til að skora 50 stig í leik í NBA-deildinni en aðeins LeBron James (3 sinnum), Devin Booker og Brandon Jennings voru yngri en hann. Trae Young varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn undir 22 ára til að brjóta fimmtíu stiga múrinn síðan að Devin Booker skoraði 70 stig í mars fyrir þremur árum. Trae Young becomes the first player to score 50+ points in a game at 21 years old or younger since Devin Booker (70 PTS) on 3/24/2017 vs. Boston. pic.twitter.com/cjOkUzh9lE— NBA.com/Stats (@nbastats) February 21, 2020 Trae Young var sérstaklega öflugur í lokaleikhlutanum þegar Atlanta Hawks liðið var að landa sigrinum. Hann skoraði þá 17 af 39 stigum sínum liðs á sama tíma og liðið vann upp sjö stiga forystu Miami Heat og tryggði sér sigurinn. Hinn 21 árs gamli Trae Young hefur nú skorað 40 stig eða meira í sex leikjum síðan í byrjun janúar. Það er engin vafi á því að Trae Young er orðinn að stórstjörnu í NBA-deildinni en hann er eins og er í 2. sæti í bæði stigaskorun og stoðsendingum. Trae Young er með 29,7 stig og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en á sínu fyrsta tímabili í fyrra þá var hann með 19,1 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Trae Young er því að skora meira en tíu stigum meira að meðaltali í leik á þessu tímabili en á nýliðatímabilinu sínu. Hann hefur líka hækkað þriggja stiga skotnýtingu sína úr 32 prósentum upp í 37 prósent. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu frammistöðu Trae Young á móti Miami Heat í nótt.
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira