Guardiola um Sterling: Bönnum ekki leikmönnum að tjá sig Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 18:07 Raheem Sterling og félagar eiga fyrir höndum erfiðan leik við Leicester á morgun. vísir/getty Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira