Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 19:01 Sorptunnur verða ekki tæmdar á meðan ótímabundið verkfall Eflingarfólks stendur yfir. Vísir/Vilhelm Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni. Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni.
Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira