Bræðurnir á Bíldsfelli geta ekki hætt að heyja þótt skepnurnar séu farnar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2020 23:15 Frá Bíldsfelli 3. Nýbýlið Bíldsbrún sést ofar. Stöð 2/Einar Árnason. Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum: Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15
Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45
Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00