Vilja byggja stærðarinnar bíó í Arnarhóli Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. febrúar 2020 18:45 Svona mætti ímynda sér að Ingólfsbíó lítii út stæði maður ofan á Hafnartorgi. OG arkitektar Óskarsverðlaun Hildar Guðnadóttur endurspegla þörfina fyrir alvöru bíó í miðborg Reykjavíkur að mati tveggja arkitekta, sem hafa teiknað 2400 manna kvikmyndahús inn í Arnarhól. Þótt hugmyndin hljómi kannski brjálæðislega, segja þeir hana mjög vel framkvæmanlega. Arkitektarnir Sigurður Gústafsson og Garðar Guðnason hafa þurrkað rykið af teikningum sínum fyrir það sem þeir kalla Ingólfsbíó, í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni sem stendur efst á Arnarhóli. Hugmyndin á rætur að rekja allt til upphafs tíunda áratugarins þegar Garðar vann sambærilegar hugmyndir í Svíþjóð, sem hann segir hafa sýnt fram á möguleikann á Ingólfsbíói. „Þegar maður fór að skoða þetta raunverulega þá sér maður að þetta er alveg hægt. Hví ekki að nota allt rýmið sem er undir Arnarhóli? Þetta er gríðarlegt pláss og maður þarf ekki að eyðileggja neitt, bara rétt fara inn í hólinn,“ segir Garðar. Kvikmyndahús sé enda þess eðlis, það þurfi enga glugga til að hleypa birtu inn og því sé eina raskið á útliti hólsins fólgið í inn- og neyðarútgöngum. „Þetta er líka tæknilega fullkomlega raunhæft," segir Sigurður. „Íslendingar eru vanir að byggja alls konar neðanjarðarbyggingar uppi á fjöllum og ekki er það erfiðara hér," bætir Sigurður við og Garðar tekur í sama streng. „Þetta er í rauninni ekkert mál." Horft á Ingólfsbíó frá Lækjargötu.og arkitektar 12 salir sem nýtist öðrum Þeir gangast við því að hugmyndin kunni að hljóma brjálæðisleg en vísa þá til bygginganna sem risið hafa allt í kringum Arnarhól á þeim árum sem liðin eru frá því að hugamyndin fæddist: Hafnartorg, Harpa, Marriott hótelið og gríðarstórir bílastæðakjallarar. Það að grafa inn í vesturhlið Arnarhóls sé í þeim samanburði lítið mál, raskið sé alla vega töluvert minna. „Þetta er algjör dvergur miðað við það. Miklu minna inngrip í bæinn.“ Það verður þó ekki annað sagt en að innvolsi Arnarhóls verði gjörbreytt. Teikningar Sigurðar og Garðars gera ráð fyrir alls 12 kvikmyndasölum; sex 100 manna sölum, fjórum 200 manna sölum og tveimur 500 manna sölum. Aðspurðir hvort þörf sé á öllu þessu flæmi, sérstaklega í ljósi þess að Harpa hefur risið hinum megin við götuna, segja þeir að kvikmyndahúsið myndi tvímælalaust styrkja Hörpu og aðra starfsemi í miðborginni. Það myndi auka möguleika á fjölbreyttu ráðstefnuhaldi auk þess sem það myndi bæta nýju kennileiti í borgarmyndina. Sneiðmynd af Ingólfsbíói.Og arkitektar „Það myndi styrkja ímynd og ásýnd þjóðarinnar að hafa glæsilegt kvikmyndahús í miðborginni,“ segir Garðar auk þess sem Sigurður bendir á að aðstaðan myndi nýtast vel fyrir allar þær kvikmyndahátíðir sem haldnar eru á Íslandi á hverju ári. „Þetta myndi efla miðborgina sem menningarlegan kjarna Reykjavíkur.“ Afrek Hildar Guðnadóttur hafi jafnframt varpað enn einu ljósinu á það hversu langt Íslendingar eru komnir í kvikmyndagerð. Það sé því hálf „aumt“ að mati Garðars að þjóðin eigi ekki glæsilegt kvikmyndahús í miðborginni. Ekki bæti úr skák að framtíð síðasta kvikmyndahúss miðborgarinnar, Bíó Paradís, er í lausu lofti. Teikningarnar gera ráð fyrir 12 sölum með sætum fyrir allt að 2400 manns. Þeir segja að Arnarhóll rúmi enn meiri fjölda.og arkitektar Þar að auki gæti starfsemi bíós aukið nýtingu á þeim gríðarstóru bílastæðahúsum sem risið hafa allt í kringum Arnarhól. Bílastæðin við Seðlabankann, undir Hörpu og Hafnartorgi, séu alla jafna lítið notuð á kvöldin og því ættu kvikmyndagestir ekki að eiga í vandræðum með samgöngur. Þeir segja líka skemmtilega tilhugsun að búa til lifandi rými úr hæð eins og Arnarhóli, það eigi sér t.a.m. vísun í íslenska sagnahefð. „Þetta yrði eins konar álfabyggð,“ segir Sigurður. Aðspurðir segjast þeir Sigurður og Garðar ekki viss um það hvort þeir munu fara þess formlega á leit við borgina að taka hugmynd þeirra um Ingólfsbíó til skoðunar. Þeir telja það þó umræðunnar virði að kynna þessa hugmynd fyrir landsmönnum, enda telja þeir kosti hennar margvíslega eins og áður hefur verið drepið á. Bíó og sjónvarp Reykjavík Skipulag Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Óskarsverðlaun Hildar Guðnadóttur endurspegla þörfina fyrir alvöru bíó í miðborg Reykjavíkur að mati tveggja arkitekta, sem hafa teiknað 2400 manna kvikmyndahús inn í Arnarhól. Þótt hugmyndin hljómi kannski brjálæðislega, segja þeir hana mjög vel framkvæmanlega. Arkitektarnir Sigurður Gústafsson og Garðar Guðnason hafa þurrkað rykið af teikningum sínum fyrir það sem þeir kalla Ingólfsbíó, í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni sem stendur efst á Arnarhóli. Hugmyndin á rætur að rekja allt til upphafs tíunda áratugarins þegar Garðar vann sambærilegar hugmyndir í Svíþjóð, sem hann segir hafa sýnt fram á möguleikann á Ingólfsbíói. „Þegar maður fór að skoða þetta raunverulega þá sér maður að þetta er alveg hægt. Hví ekki að nota allt rýmið sem er undir Arnarhóli? Þetta er gríðarlegt pláss og maður þarf ekki að eyðileggja neitt, bara rétt fara inn í hólinn,“ segir Garðar. Kvikmyndahús sé enda þess eðlis, það þurfi enga glugga til að hleypa birtu inn og því sé eina raskið á útliti hólsins fólgið í inn- og neyðarútgöngum. „Þetta er líka tæknilega fullkomlega raunhæft," segir Sigurður. „Íslendingar eru vanir að byggja alls konar neðanjarðarbyggingar uppi á fjöllum og ekki er það erfiðara hér," bætir Sigurður við og Garðar tekur í sama streng. „Þetta er í rauninni ekkert mál." Horft á Ingólfsbíó frá Lækjargötu.og arkitektar 12 salir sem nýtist öðrum Þeir gangast við því að hugmyndin kunni að hljóma brjálæðisleg en vísa þá til bygginganna sem risið hafa allt í kringum Arnarhól á þeim árum sem liðin eru frá því að hugamyndin fæddist: Hafnartorg, Harpa, Marriott hótelið og gríðarstórir bílastæðakjallarar. Það að grafa inn í vesturhlið Arnarhóls sé í þeim samanburði lítið mál, raskið sé alla vega töluvert minna. „Þetta er algjör dvergur miðað við það. Miklu minna inngrip í bæinn.“ Það verður þó ekki annað sagt en að innvolsi Arnarhóls verði gjörbreytt. Teikningar Sigurðar og Garðars gera ráð fyrir alls 12 kvikmyndasölum; sex 100 manna sölum, fjórum 200 manna sölum og tveimur 500 manna sölum. Aðspurðir hvort þörf sé á öllu þessu flæmi, sérstaklega í ljósi þess að Harpa hefur risið hinum megin við götuna, segja þeir að kvikmyndahúsið myndi tvímælalaust styrkja Hörpu og aðra starfsemi í miðborginni. Það myndi auka möguleika á fjölbreyttu ráðstefnuhaldi auk þess sem það myndi bæta nýju kennileiti í borgarmyndina. Sneiðmynd af Ingólfsbíói.Og arkitektar „Það myndi styrkja ímynd og ásýnd þjóðarinnar að hafa glæsilegt kvikmyndahús í miðborginni,“ segir Garðar auk þess sem Sigurður bendir á að aðstaðan myndi nýtast vel fyrir allar þær kvikmyndahátíðir sem haldnar eru á Íslandi á hverju ári. „Þetta myndi efla miðborgina sem menningarlegan kjarna Reykjavíkur.“ Afrek Hildar Guðnadóttur hafi jafnframt varpað enn einu ljósinu á það hversu langt Íslendingar eru komnir í kvikmyndagerð. Það sé því hálf „aumt“ að mati Garðars að þjóðin eigi ekki glæsilegt kvikmyndahús í miðborginni. Ekki bæti úr skák að framtíð síðasta kvikmyndahúss miðborgarinnar, Bíó Paradís, er í lausu lofti. Teikningarnar gera ráð fyrir 12 sölum með sætum fyrir allt að 2400 manns. Þeir segja að Arnarhóll rúmi enn meiri fjölda.og arkitektar Þar að auki gæti starfsemi bíós aukið nýtingu á þeim gríðarstóru bílastæðahúsum sem risið hafa allt í kringum Arnarhól. Bílastæðin við Seðlabankann, undir Hörpu og Hafnartorgi, séu alla jafna lítið notuð á kvöldin og því ættu kvikmyndagestir ekki að eiga í vandræðum með samgöngur. Þeir segja líka skemmtilega tilhugsun að búa til lifandi rými úr hæð eins og Arnarhóli, það eigi sér t.a.m. vísun í íslenska sagnahefð. „Þetta yrði eins konar álfabyggð,“ segir Sigurður. Aðspurðir segjast þeir Sigurður og Garðar ekki viss um það hvort þeir munu fara þess formlega á leit við borgina að taka hugmynd þeirra um Ingólfsbíó til skoðunar. Þeir telja það þó umræðunnar virði að kynna þessa hugmynd fyrir landsmönnum, enda telja þeir kosti hennar margvíslega eins og áður hefur verið drepið á.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Skipulag Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent