Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 21:21 Daði og Gagnamagnið flytja hér Think About Things, sem þá hét Gagnamagnið upp á íslensku, á seinna undankvöldi Söngavakeppni sjónvarpsins um síðustu helgi. Mummi Lú Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. Daði Freyr hefur vakið mikla athygli utan landsteinana með lagi sínu, sem á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar hét einfaldlega Gagnamagnið. Hljómsveitin sem stígur á stokk með Daða Frey í keppninni ber einmitt sama nafn. Lagið hefur farið líkt og eldur í sinu um samfélagsmiðla, fangað athygli erlendra Eurovision-sérfræðinga – og nú í vikunni deildi Hollywood-leikarinn Russell Crowe myndbandi við lagið á Twitter-reikningi sínum. Blaðamaður Independent segir myndbandið við Think About Things í flutningi Daða og Gagnamagnsins sýna „ein mest sannfærandi dansspor hérna megin hálfleikssýningarinnar á Superbowl“ og getur þess að myndbandið hafi jafnframt slegið í gegn á netinu. Í því samhengi er téður Crowe nefndur, sem og Rylan Clark-Neal, Eurovision-kynnir þeirra Breta. Sá síðarnefndi deildi myndbandi Daða Freys á Twitter í vikunni og skrifaði: „Þessu gæti gengið vel.“ This could do well https://t.co/N20BpyCZTv— Rylan Clark-Neal (@Rylan) February 18, 2020 Þá innir Independent Daða Freyr sjálfan eftir viðbrögðum við allri athyglinni. „Ég er 208 sentimetrar á hæð svo ég er vanur því að fólk veiti mér eftirtekt. Tilfinningin er svipuð og þegar ég tók þátt í Söngvakeppninni fyrir þremur árum. Enginn á Íslandi vissi hver ég var og það breyttist allt á einni nóttu,“ segir Daði Freyr. „Þetta er á netinu þannig að þetta er örlítið fjarlægara, þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir allt saman. Russell Crowe tísti laginu… hann er Skylmingaþrællinn sjálfur!“ Song. https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá ræðir Daði Freyr jafnframt textann við lagið, sem hann segir fjalla um tíu mánaða dóttur sína og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Árný er einmitt meðlimur Gagnamagnsins. „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ segir Daði Freyr. „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar þann 29. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. Alls verða fimm lög flutt á úrslitakvöldinu en auk Daða Freys stíga á svið Ísold og Helga með Meet Me Halfway, Nína með Echo, Iva með Oculis Videre og Dimma með Almyrkva. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí. Umfjöllun Independent um Daða Frey og Gagnamagnið. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Aðeins eitt lag sungið á íslensku Nú hefur verið ákveðið í hvaða röð lögin fimm koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar 2020 sem fara fram í Laugardalshöll 29. febrúar. 17. febrúar 2020 15:58 Lögin sem komast áfram á seinna undankvöldinu að mati Wiwi-bloggs Nú þegar komið er í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020 eru sérfræðingarnir farnir að gera sér mat úr lögunum. 27. janúar 2020 14:30 Spilaði fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa Daði Freyr mætti í dagskráliðinn Burning Questions hjá Agli Plöder í gær og varð hann að svara erfiðum spurningum. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. Daði Freyr hefur vakið mikla athygli utan landsteinana með lagi sínu, sem á fyrra undankvöldi Söngvakeppninnar hét einfaldlega Gagnamagnið. Hljómsveitin sem stígur á stokk með Daða Frey í keppninni ber einmitt sama nafn. Lagið hefur farið líkt og eldur í sinu um samfélagsmiðla, fangað athygli erlendra Eurovision-sérfræðinga – og nú í vikunni deildi Hollywood-leikarinn Russell Crowe myndbandi við lagið á Twitter-reikningi sínum. Blaðamaður Independent segir myndbandið við Think About Things í flutningi Daða og Gagnamagnsins sýna „ein mest sannfærandi dansspor hérna megin hálfleikssýningarinnar á Superbowl“ og getur þess að myndbandið hafi jafnframt slegið í gegn á netinu. Í því samhengi er téður Crowe nefndur, sem og Rylan Clark-Neal, Eurovision-kynnir þeirra Breta. Sá síðarnefndi deildi myndbandi Daða Freys á Twitter í vikunni og skrifaði: „Þessu gæti gengið vel.“ This could do well https://t.co/N20BpyCZTv— Rylan Clark-Neal (@Rylan) February 18, 2020 Þá innir Independent Daða Freyr sjálfan eftir viðbrögðum við allri athyglinni. „Ég er 208 sentimetrar á hæð svo ég er vanur því að fólk veiti mér eftirtekt. Tilfinningin er svipuð og þegar ég tók þátt í Söngvakeppninni fyrir þremur árum. Enginn á Íslandi vissi hver ég var og það breyttist allt á einni nóttu,“ segir Daði Freyr. „Þetta er á netinu þannig að þetta er örlítið fjarlægara, þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir allt saman. Russell Crowe tísti laginu… hann er Skylmingaþrællinn sjálfur!“ Song. https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá ræðir Daði Freyr jafnframt textann við lagið, sem hann segir fjalla um tíu mánaða dóttur sína og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Árný er einmitt meðlimur Gagnamagnsins. „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ segir Daði Freyr. „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar þann 29. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. Alls verða fimm lög flutt á úrslitakvöldinu en auk Daða Freys stíga á svið Ísold og Helga með Meet Me Halfway, Nína með Echo, Iva með Oculis Videre og Dimma með Almyrkva. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí. Umfjöllun Independent um Daða Frey og Gagnamagnið.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Aðeins eitt lag sungið á íslensku Nú hefur verið ákveðið í hvaða röð lögin fimm koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar 2020 sem fara fram í Laugardalshöll 29. febrúar. 17. febrúar 2020 15:58 Lögin sem komast áfram á seinna undankvöldinu að mati Wiwi-bloggs Nú þegar komið er í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020 eru sérfræðingarnir farnir að gera sér mat úr lögunum. 27. janúar 2020 14:30 Spilaði fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa Daði Freyr mætti í dagskráliðinn Burning Questions hjá Agli Plöder í gær og varð hann að svara erfiðum spurningum. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30
Aðeins eitt lag sungið á íslensku Nú hefur verið ákveðið í hvaða röð lögin fimm koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar 2020 sem fara fram í Laugardalshöll 29. febrúar. 17. febrúar 2020 15:58
Lögin sem komast áfram á seinna undankvöldinu að mati Wiwi-bloggs Nú þegar komið er í ljós hvaða lög taka þátt í Söngvakeppninni 2020 eru sérfræðingarnir farnir að gera sér mat úr lögunum. 27. janúar 2020 14:30
Spilaði fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa Daði Freyr mætti í dagskráliðinn Burning Questions hjá Agli Plöder í gær og varð hann að svara erfiðum spurningum. 20. febrúar 2020 07:00