Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2020 16:30 Lögregla og sjúkrabílar fylgdu rútum í gær sem fluttu farþega skipsins á sjúkrahús við heimkomu til landsins. Getty/Christopher Furlong Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. Fólkið var á meðal 32 Breta og Íra sem komu til landsins í gær eftir að hafa verið föst í sóttkví um borð í skipinu í Japan. Unnið er að því að flytja smitaða fólkið af spítala á sérstakar heilbrigðismiðstöðvar fyrir sýkta einstaklinga til frekari meðferðar. Talið er að þau hafi smitast um borð í skemmtiferðaskipinu. Þrettán staðfest tilfelli veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi. Farþegarnir 32 voru búnir að vera í tveggja vikna löngu sóttkví um borð í skipinu og áttu að vera í aðrar tvær vikur í heimalandinu. Sýni úr fólkinu voru send í rannsókn áður en þau flugu heim til Bretlands og reyndust þau þá öll vera neikvæð. Þrjár rútur fluttu farþegana frá herflugvelli í Wiltshire-sýslu á Arrowe Park sjúkrahúsið í gær í fylgd lögreglu og tveggja sjúkrabíla. Allir um borð klæddust hlífðarbúningum og andlitsgrímum. Á fimmtudag var greint frá því að minnst 621 af 3.700 farþegum skipsins Diamond Princess hafi smitast af veirunni skæðu og var þá um að ræða stærstu þyrpingu sýktra utan Kína. Þrír farþegar skipsins hafa nú látist af völdum veirunnar. Farþegar sem höfðu ekki greinst með smit fengu loks að fara frá borði síðasta miðvikudag. Bretland Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. Fólkið var á meðal 32 Breta og Íra sem komu til landsins í gær eftir að hafa verið föst í sóttkví um borð í skipinu í Japan. Unnið er að því að flytja smitaða fólkið af spítala á sérstakar heilbrigðismiðstöðvar fyrir sýkta einstaklinga til frekari meðferðar. Talið er að þau hafi smitast um borð í skemmtiferðaskipinu. Þrettán staðfest tilfelli veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi. Farþegarnir 32 voru búnir að vera í tveggja vikna löngu sóttkví um borð í skipinu og áttu að vera í aðrar tvær vikur í heimalandinu. Sýni úr fólkinu voru send í rannsókn áður en þau flugu heim til Bretlands og reyndust þau þá öll vera neikvæð. Þrjár rútur fluttu farþegana frá herflugvelli í Wiltshire-sýslu á Arrowe Park sjúkrahúsið í gær í fylgd lögreglu og tveggja sjúkrabíla. Allir um borð klæddust hlífðarbúningum og andlitsgrímum. Á fimmtudag var greint frá því að minnst 621 af 3.700 farþegum skipsins Diamond Princess hafi smitast af veirunni skæðu og var þá um að ræða stærstu þyrpingu sýktra utan Kína. Þrír farþegar skipsins hafa nú látist af völdum veirunnar. Farþegar sem höfðu ekki greinst með smit fengu loks að fara frá borði síðasta miðvikudag.
Bretland Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18
Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45
Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15
Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46