Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:47 Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30