Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:47 Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Samtökin segjast ítrekað hafa bent Þjóðskrá á mistök við framkvæmd undirskriftarsöfnunarinnar en þau hafi ekki verið leiðrétt. Undirskriftasöfnunin er fyrir íbúakosningu vegna deiliskipulags við Stekkjabakka. Samtökin ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum Elliðaárdal. Í tilkynningu segir að kæran byggist á því að ítrekað hafi komið í ljós að þýðið, þ.e. þeir sem mega undirrita, sem liggur til grundvallar undirskriftasöfnuninni sé vitlaust. Þjóðskrá beri ábyrgð á því samkvæmt lögum. Fyrst hafi komið í ljós 14. febrúar síðastliðinn að póstnúmer á Kjalarnesi voru ekki höfð inni í þýðinu. „Hollvinasmtökin bentu Þjóðskrá strax á þetta og var þeim tilkynnt að búið væri að laga þetta í framhaldinu. Póstnúmeri 162 var bætt inn,“ segir í tilkynningu. Hollvinasamtökin segjast í kjölfarið hafa farið fram á að fá framlengdan frest til að safna undirskriftum. Fresturinn yrði jafnlangur þeim tíma sem þýðið var vitlaust skráð. Þjóðskrá hafnaði því, að sögn samtakanna. „Núna hefur ítrekað komið í ljós að þýðið er enn þá vitlaust skráð. Hollvinasamtökin fengu ábendingu á föstudaginn um að póstnúmerið 161 væri ekki inni. Með vísan til þessa kæra Hollvinasamtök Elliðaárdals framkvæmd Þjóðskrár á undirskriftasöfnuninni til ráðuneysisins, skv. 6. gr. laga um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og gera kröfu um að þetta verði lagfært nú þegar. Jafnframt er þess krafist að Hollvinasamtökin fái framlengdan frest til að safna undirskriftum í jafnlangan tíma og þýðið er búið að vera vitlaust skráð.“ Þess ber þó að geta að samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti voru gerðar breytingar á póstnúmerum 1. október síðastliðinn. Með breytingunum varð póstnúmer 161, fyrir dreifbýli fyrir ofan Norðlingaholt, að póstnúmeri 110. Eins og staðan er nú er undirskriftalistinn opinn til 28. febrúar næstkomandi. Safnast hafa yfir níu þúsund undirskriftir. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. 21. nóvember 2019 21:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent