Meira en 29 ár síðan 2,16 metra maður skoraði síðast 20 stig fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 12:00 Tryggvi Snær Hlinason var stórkostlegur í Höllinni í gærkvöldi. Hann og Pavel Ermolinskij voru saman með 33 stig, 27 fráköst og 12 stoðsendingar. Vísir/Bára Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í leiknum en auk þess var hann með 17 fráköst og 8 varin skot. Gamla persónulega met Tryggva var síðan í leik á móti Litháen í ágúst 2017 en hann skoraði þá 19 stig í leik þar sem hann glímdi við NBA-stjörnuna Jonas Valanciunas. Tryggvi Snær Hlinason er 2,16 metrar á hæð og því einn hávaxnasti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir íslenska landsliðið. Það þarf að fara allt til 27. desember 1990 til að finna síðasta landsleik þar sem 2,16 metra maður skoraði síðast tuttugu stig fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. Pétur Karl Guðmundsson skoraði þá 20 stig í vináttulandsleik á móti Dönum í Stykkishólmi. Pétur var þá kominn aftur heim úr atvinnumennsku og orðinn leikmaður Tindastóls. Tryggvi skoraði stigin sín í gær aftur á móti í keppnisleik en því hefur 2,16 metra maður ekki náð síðan Pétur skoraði 25 stig á móti Kýpur á Promotion Cup í Wales fyrr í sama desembermánuði árið 1990. Pétur er áfram síðasti 2,16 metra maðurinn til að skora yfir þrjátíu stig í landsleik en hann skoraði síðast yfir 30 stig þegar hann var með 33 stig á móti Eistlandi í vináttulandsleik í lok desember 1989. Pétur Karl Guðmundsson er 2,18 metrar á hæð og spilaði á sínum tíma 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er líka eini Íslendingurinn sem hefur spilað leik í deildarkeppni og úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson (2,18 metrar) og Egill Jónasson (2,17 metrar) hafa spilað með íslenska landsliðinu síðan þá en hvorugur hefur náð að skora svona mikið í landsleik. Körfubolti Tengdar fréttir Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason átti sinn besta landsleik á ferlinum í gærkvöldi þegar hann fór fyrir sigri Íslands á Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í leiknum en auk þess var hann með 17 fráköst og 8 varin skot. Gamla persónulega met Tryggva var síðan í leik á móti Litháen í ágúst 2017 en hann skoraði þá 19 stig í leik þar sem hann glímdi við NBA-stjörnuna Jonas Valanciunas. Tryggvi Snær Hlinason er 2,16 metrar á hæð og því einn hávaxnasti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir íslenska landsliðið. Það þarf að fara allt til 27. desember 1990 til að finna síðasta landsleik þar sem 2,16 metra maður skoraði síðast tuttugu stig fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. Pétur Karl Guðmundsson skoraði þá 20 stig í vináttulandsleik á móti Dönum í Stykkishólmi. Pétur var þá kominn aftur heim úr atvinnumennsku og orðinn leikmaður Tindastóls. Tryggvi skoraði stigin sín í gær aftur á móti í keppnisleik en því hefur 2,16 metra maður ekki náð síðan Pétur skoraði 25 stig á móti Kýpur á Promotion Cup í Wales fyrr í sama desembermánuði árið 1990. Pétur er áfram síðasti 2,16 metra maðurinn til að skora yfir þrjátíu stig í landsleik en hann skoraði síðast yfir 30 stig þegar hann var með 33 stig á móti Eistlandi í vináttulandsleik í lok desember 1989. Pétur Karl Guðmundsson er 2,18 metrar á hæð og spilaði á sínum tíma 53 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er líka eini Íslendingurinn sem hefur spilað leik í deildarkeppni og úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Ragnar Ágúst Nathanaelsson (2,18 metrar) og Egill Jónasson (2,17 metrar) hafa spilað með íslenska landsliðinu síðan þá en hvorugur hefur náð að skora svona mikið í landsleik.
Körfubolti Tengdar fréttir Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10 Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó. 23. febrúar 2020 23:10
Tryggvi: Mjög gott að komast aðeins heim og fylla á afurðina að heiman Tryggvi Hlinason átti einn sinn besta landsleik frá upphafi þegar íslenska landsliðið í körfubolta sigraði það slóvakíska í gær, 83-74. Leikurinn var hluti af undankeppni HM 2023. 24. febrúar 2020 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Slóvakía 83-74 | Tryggvi stórkostlegur í nauðsynlegum sigri Íslenska körfuboltalandsliðið vann góðan sigur á Slóvakíu í Laugardalshöllinni í kvöld, 83-74. 23. febrúar 2020 22:45