Sportpakkinn: Reed nýtti sér skelfingardag Thomas Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 20:30 Patrick Reed slær upp úr glompu á mótinu í Mexíkó um helgina þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. vísir/getty „Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Myndir frá mótinu má sjá í innslaginu hér að neðan úr Sportpakkanum á Stöð 2. Justin Thomas var með forystuna eftir þrjá hringi en á lokahringnum náði hann sér engan veginn á strik og lék á +2 höggum, og hringina fjóra því samtals á -13 höggum. Þetta nýtti Reed sér en hann lék á -4 höggum á lokahringnum og samtals á -18 höggum. Hann var einu höggi á undan Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti. Reed náði í þrjá fugla á síðustu fjórum holunum en fékk skolla á lokaholunni. Það kom þó ekki að sök og hann er nú 1,82 milljónum Bandaríkjadala ríkari, eða 235 milljónum króna. Jon Rahm og Erik van Rooyen voru jafnir í 3. sæti á -15 höggum. Rahm lék stórkostlega á 3. hring sem hann fór á 61 höggi, eða tíu höggum undir pari vallarins, en hann fór þá holu í höggi á 17. braut eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Næstu mót á PGA-mótaröðinni fara fram í Flórída en það eru The Honda Classic sem hefst 1. mars, og Arnold Palmer boðsmótið sem hefst 8. mars. Þann 15. mars hefst svo The Players þar sem verðlaunféð nemur samtals 15 milljónum Bandaríkjadala. Klippa: Reed fagnaði sigri í Mexíkó Golf Sportpakkinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Myndir frá mótinu má sjá í innslaginu hér að neðan úr Sportpakkanum á Stöð 2. Justin Thomas var með forystuna eftir þrjá hringi en á lokahringnum náði hann sér engan veginn á strik og lék á +2 höggum, og hringina fjóra því samtals á -13 höggum. Þetta nýtti Reed sér en hann lék á -4 höggum á lokahringnum og samtals á -18 höggum. Hann var einu höggi á undan Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti. Reed náði í þrjá fugla á síðustu fjórum holunum en fékk skolla á lokaholunni. Það kom þó ekki að sök og hann er nú 1,82 milljónum Bandaríkjadala ríkari, eða 235 milljónum króna. Jon Rahm og Erik van Rooyen voru jafnir í 3. sæti á -15 höggum. Rahm lék stórkostlega á 3. hring sem hann fór á 61 höggi, eða tíu höggum undir pari vallarins, en hann fór þá holu í höggi á 17. braut eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Næstu mót á PGA-mótaröðinni fara fram í Flórída en það eru The Honda Classic sem hefst 1. mars, og Arnold Palmer boðsmótið sem hefst 8. mars. Þann 15. mars hefst svo The Players þar sem verðlaunféð nemur samtals 15 milljónum Bandaríkjadala. Klippa: Reed fagnaði sigri í Mexíkó
Golf Sportpakkinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira