Telur sérkennilegt að engin jarðskjálftavirkni sé við landrisið nærri Þorbirni Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2020 19:01 Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira