Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2020 19:45 Dansandi ferðamenn í miðbæ Mílan, höfðuborg Lombardy-héraðs létu andlitsgrímur ekki stoppa sig. Mikil útbreiðsla veirunnar í héraðinu veldur áhyggjum. Vísir/AP Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héruð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Á þetta við um héruðin Piedmont, Lombardy, Veneto og Emilio-Romagna en öll þeirra eru staðsett á Norður-Ítalíu þar sem töluverður fjöldi Covid-19 veirusmita hafa greinst á undanförnum dögum. Eru einstaklingar sem veikjast hér á landi eftir dvöl á þessum svæðum hvattir til að hafa samband við Læknavaktina eða heilsugæslu en ekki mæta óboðaðir á heilbrigðisstofnanir. „Sóttvarnalæknir mælir gegn ónauðsynlegum ferðum til ofannefndra fjögurra héraða á Norður-Ítalíu að svo stöddu," segir í ráðleggingunum. Hið sama á við um ferðalög til Kína. Veirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarið á Norður-Ítalíu og hefur í dag verið greint frá fjórum nýjum dauðsföllum af völdum veirunnar. Sjö hafa nú látist á Ítalíu frá því á föstudag. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó sagði í samtali við fréttastofu í gær að íbúar á Ítalíu væru afar hræddir vegna Covid-19 veirunnar. Anna. S. Bergmann Helgadóttir, sem stundar nám í borginni, hafði þá ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantað sér mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Hún sagði afar fáa vera á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Lombardy- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. 24. febrúar 2020 17:38
Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00