Fótbolti

Rakel með tvö er Blikar unnu Íslandsmeistarana

Sindri Sverrisson skrifar
Rakel Hönnudóttir skoraði tvö mörk í kvöld.
Rakel Hönnudóttir skoraði tvö mörk í kvöld.

Breiðablik vann í kvöld 3-2 sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í Lengjubikarnum, í uppgjöri liðanna sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn allt síðasta sumar án þess að tapa leik.

Breiðablik komst í 3-0 í leiknum. Rakel Hönnudóttir skoraði á 17. mínútu eftir innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur sem skoraði sjálf rétt fyrir hálfleik. Rakel, sem sneri heim úr atvinnumennsku í vetur, bætti svo við sínu öðru marki snemma í seinni hálfleik.

Fanndís Friðriksdóttir minnkaði muninn á 70. mínútu og Elín Metta Jensen hleypti spennu í leikinn á 85. mínútu en þar við sat.

Breiðablik hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína, eftir stórsigur á Selfossi í fyrsta leik, en Valur hafði unnið Þór/KA í fyrsta leik og er með þrjú stig.


Tengdar fréttir

Rakel í Breiðablik

Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er snúin aftur í íslenska boltann.

Skoraði fernu á móti Íslandsmeisturunum

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði öll fjögur mörk síns liðs í gær þegar Keflavík vann 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í lokaumferð Bose móts kvenna í Reykjaneshöllinni. Nú er bara stóra spurningin hvar þessi átján ára framherji spilar næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×