Hélt ræðu á minningarathöfninni um Kobe og náði einstöku afreki nokkrum tímum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:30 Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og fékk góð ráð frá honum. Getty/Cody Glenn Körfuboltakonan Sabrina Ionescu náði sögulegu og einstöku afreki í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún varð fyrsti meðlimurinn í 2000-1000-1000 klúbbnum. Enginn karl og enginn kona höfðu náð þessu áður. Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og dóttur hans Gigi en Sabrina er framtíðar súperstjarna WNBA-deildarinnar miðað við það sem hún hefur sýnt í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu árin. Sabrina Ionescu spoke at Kobe and Gianna Bryant’s memorial this morning and tonight became the first player in D-I history to reach 2,000 points, 1,000 assists and 1,000 rebounds. She did it on 2/24/20. Amazing. pic.twitter.com/HYf5qb0gIH— Arash Markazi (@ArashMarkazi) February 25, 2020 Sabrina Ionescu mætti á minningarhátíð um Kobe Bryant í gær og hélt meðal annars ræðu þar sem hún talaði um Kobe og þrettán ára dóttur hans Gigi. Kobe Bryant hafði greint hennar leik og gefið henni dýrmæt ráð. Hér fyrir neðan má sjá þessa frábæru körfuboltakonu flytja ræðu til heiðurs vina sinna Kobe og Giönnu Bryant. "I still text [Kobe] even though he's not here." – Sabrina Ionescu while speaking at Kobe and Gianna Bryant's Celebration of Life pic.twitter.com/sOVh82u68Z— espnW (@espnW) February 24, 2020 Aðeins nokkrum tímum eftir minningarhátíðina var Sabrina Ionescu síðan mætt inn á völlinn og hún heiðraði Kobe Bryant þar líka með því að ná sinni 26. þrennu á háskólaferlinum. Ionescu endaði leikinn með 21 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrenna hennar á tímabilinu en með því jafnaði hún sitt eigið met síðan í fyrra. A league of her own @sabrina_i20 becomes the 1st player in D-I history to reach 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb ... and she did it on 2.24 pic.twitter.com/uBQTtz8Lne— SportsCenter (@SportsCenter) February 25, 2020 Það var hins vegar níunda frákastið hennar í leiknum sem sá til þess að hún er búin að afreka það sem engum körfuboltamanni, karli eða konu, hefur tekist í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans. Á næstum því fjórum árum sínum með Oregon háskólaliðinu hefur Sabrina Ionescu tekist að skorað yfir tvö þúsund stig, taka yfir þúsund fráköst og gefa yfir þúsund stoðsendingar. "That one was for him. To do it on 2-24-20 is huge."@Sabrina_i20 dedicated hitting 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb to her late friend, Kobe Bryant. pic.twitter.com/AHJ4qFrP9M— espnW (@espnW) February 25, 2020 Sabrina Ionescu var tekin í viðtal hjá ESPN eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Þetta var fyrir hann (Kobe). Það var risastórt fyrir mig að ná þessu á 24.2. Ég og hann (Kobe) töluðum um það á undirbúningstímabilionu að ég myndi ná þessu. Ég veit að hann horfir stoltur niður á mig og ég er mjög ánægð með að ná þessu,“ sagði Sabrina Ionescu. Það búast allir við því að Sabrina Ionescu verði valin fyrst í nýliðavali WNBA í apríl. Hún átti möguleika á að fara í WNBA-deildina eftir síðasta tímabil en valdi það frekar að klára skólann. 2.24.20= 2k 1k 1k 2+24=26 total triple doubles 8=total triple doubles this season so far Your presence is felt. Just like we talked about... I HEAR YOU Thank you KB. pic.twitter.com/T7IRdXsRSa— Sabrina Ionescu (@sabrina_i20) February 25, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Körfuboltakonan Sabrina Ionescu náði sögulegu og einstöku afreki í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún varð fyrsti meðlimurinn í 2000-1000-1000 klúbbnum. Enginn karl og enginn kona höfðu náð þessu áður. Sabrina Ionescu var góður vinur Kobe Bryant og dóttur hans Gigi en Sabrina er framtíðar súperstjarna WNBA-deildarinnar miðað við það sem hún hefur sýnt í bandaríska háskólakörfuboltanum síðustu árin. Sabrina Ionescu spoke at Kobe and Gianna Bryant’s memorial this morning and tonight became the first player in D-I history to reach 2,000 points, 1,000 assists and 1,000 rebounds. She did it on 2/24/20. Amazing. pic.twitter.com/HYf5qb0gIH— Arash Markazi (@ArashMarkazi) February 25, 2020 Sabrina Ionescu mætti á minningarhátíð um Kobe Bryant í gær og hélt meðal annars ræðu þar sem hún talaði um Kobe og þrettán ára dóttur hans Gigi. Kobe Bryant hafði greint hennar leik og gefið henni dýrmæt ráð. Hér fyrir neðan má sjá þessa frábæru körfuboltakonu flytja ræðu til heiðurs vina sinna Kobe og Giönnu Bryant. "I still text [Kobe] even though he's not here." – Sabrina Ionescu while speaking at Kobe and Gianna Bryant's Celebration of Life pic.twitter.com/sOVh82u68Z— espnW (@espnW) February 24, 2020 Aðeins nokkrum tímum eftir minningarhátíðina var Sabrina Ionescu síðan mætt inn á völlinn og hún heiðraði Kobe Bryant þar líka með því að ná sinni 26. þrennu á háskólaferlinum. Ionescu endaði leikinn með 21 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrenna hennar á tímabilinu en með því jafnaði hún sitt eigið met síðan í fyrra. A league of her own @sabrina_i20 becomes the 1st player in D-I history to reach 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb ... and she did it on 2.24 pic.twitter.com/uBQTtz8Lne— SportsCenter (@SportsCenter) February 25, 2020 Það var hins vegar níunda frákastið hennar í leiknum sem sá til þess að hún er búin að afreka það sem engum körfuboltamanni, karli eða konu, hefur tekist í 1. deild bandaríska háskólakörfuboltans. Á næstum því fjórum árum sínum með Oregon háskólaliðinu hefur Sabrina Ionescu tekist að skorað yfir tvö þúsund stig, taka yfir þúsund fráköst og gefa yfir þúsund stoðsendingar. "That one was for him. To do it on 2-24-20 is huge."@Sabrina_i20 dedicated hitting 2K Pts, 1K Ast and 1K Reb to her late friend, Kobe Bryant. pic.twitter.com/AHJ4qFrP9M— espnW (@espnW) February 25, 2020 Sabrina Ionescu var tekin í viðtal hjá ESPN eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Þetta var fyrir hann (Kobe). Það var risastórt fyrir mig að ná þessu á 24.2. Ég og hann (Kobe) töluðum um það á undirbúningstímabilionu að ég myndi ná þessu. Ég veit að hann horfir stoltur niður á mig og ég er mjög ánægð með að ná þessu,“ sagði Sabrina Ionescu. Það búast allir við því að Sabrina Ionescu verði valin fyrst í nýliðavali WNBA í apríl. Hún átti möguleika á að fara í WNBA-deildina eftir síðasta tímabil en valdi það frekar að klára skólann. 2.24.20= 2k 1k 1k 2+24=26 total triple doubles 8=total triple doubles this season so far Your presence is felt. Just like we talked about... I HEAR YOU Thank you KB. pic.twitter.com/T7IRdXsRSa— Sabrina Ionescu (@sabrina_i20) February 25, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira