Aðalsteinn nýr ríkissáttasemjari Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:35 Aðalsteinn Leifsson hefur verið aðstoðarsáttasemjari frá því í byrjun árs 2019. ríkissáttasemjari Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá EFTA og aðstoðarsáttasemjari, er nýr ríkissáttasemjari. Félags- og barnamálaráðherra taldi hann hæfastan til starfsins, en ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var í aðdraganda ráðningarinnar taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa. Helga Jónsdóttir, sem hefur verið settur ríkissáttasemjari síðan Bryndís Hlöðversdóttir lét af störfum um áramót, mun gegna embætti ríkissáttasemjara þar til Aðalsteinn tekur við starfinu þann 1. apríl næstkomandi. Ráðningarferlið þótti langt, staða ríkissáttasemjara var auglýst laus til umsóknar 5. desember og var umsóknarfrestur til og með 20. desember. Alls bárust sex umsóknir en einn dró umsókn sína til baka á síðari stigum. Félagsmálaráðherra skipaði ráðgefandi hæfnisnefnd sem í áttu sæti skrifstofustjóri ráðuneytis hans, Drífa Snædal forseti ASÍ og Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins. Nefndin taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa og skilaði nefndin tillögum sínum þann 27. janúar síðastliðinn. „Það er mat félags- og barnamálaráðherra að af þessum þremur einstaklingum uppfylli Aðalsteinn Leifsson best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem skipaður verður í embættið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um skipun Aðalsteins og ferill hans rakinn. Það er gert með neðangreindum hætti: Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School / Herriot Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lokið MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann doktorsnám í samningatækni hjá Greneoble Ecole de Management samhliða vinnu á árunum 2016-2018. Frá því í janúar 2014 hefur Aðalsteinn leitt daglegan rekstur EFTA sem hefur starfstöðvar í Genf, Brussel og Luxemburg og tæplega eitt hundrað starfsmenn en í því starfi hefur meðal annars reynt á verkstjórn og forystuhæfileika Aðalsteins, oft og tíðum við krefjandi aðstæður.Einnig hefur hann leitt skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA. Samhliða starfi sínu hjá EFTA hefur Aðalsteinn starfað sem lektor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hefur meðal annars kennt samningatækni og lausn deilumála í MBA námi og í meistaranámi innan hinna ýmsu deilda skólans. Í framangreindri kennslu, við ráðgjöf og í nýlegri bók sinni sem og samningaviðræðum almennt hefur Aðalsteinn lagt áherslu á traust, heiðarleika, opin samskipti og gagnkvæman ávinning. Þá hefur Aðalsteinn, eins og áður er nefnt, starfað sem aðstoðarríkissáttasemjari frá því í byrjun árs 2019 vegna samninga á almennum vinnumarkaði og hefur hann veitt embættinu liðsinni og verið til ráðgjafar auk þess að sitja fundi með samningsaðilum þar sem meðal annars hefur reynt á hæfni hans í mannlegum samskiptum. Aðalsteinn hefur því víðtæka þekkingu og reynslu á samningamálum en auk fræðilegrar þekkingar hefur hann reynslu af þátttöku í samningaviðræðum, kennslu í samningatækni, ráðgjöf við samningsaðila og aðstoð við deiluaðila við að bæta samskipti en allt er þetta reynsla og þekking sem talin er mikilvæg þegar kemur að því að skipa í embætti ríkissáttasemjara. Í ljósi framangreinds er það mat félags- og barnamálaráðherra að Aðalsteinn sé best til þess fallin, af þeim umsækjendum sem framangreind nefnd taldi hæfasta til að gegna embætti ríkissáttasemjara, til að annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá EFTA og aðstoðarsáttasemjari, er nýr ríkissáttasemjari. Félags- og barnamálaráðherra taldi hann hæfastan til starfsins, en ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var í aðdraganda ráðningarinnar taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa. Helga Jónsdóttir, sem hefur verið settur ríkissáttasemjari síðan Bryndís Hlöðversdóttir lét af störfum um áramót, mun gegna embætti ríkissáttasemjara þar til Aðalsteinn tekur við starfinu þann 1. apríl næstkomandi. Ráðningarferlið þótti langt, staða ríkissáttasemjara var auglýst laus til umsóknar 5. desember og var umsóknarfrestur til og með 20. desember. Alls bárust sex umsóknir en einn dró umsókn sína til baka á síðari stigum. Félagsmálaráðherra skipaði ráðgefandi hæfnisnefnd sem í áttu sæti skrifstofustjóri ráðuneytis hans, Drífa Snædal forseti ASÍ og Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins. Nefndin taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa og skilaði nefndin tillögum sínum þann 27. janúar síðastliðinn. „Það er mat félags- og barnamálaráðherra að af þessum þremur einstaklingum uppfylli Aðalsteinn Leifsson best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem skipaður verður í embættið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um skipun Aðalsteins og ferill hans rakinn. Það er gert með neðangreindum hætti: Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School / Herriot Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lokið MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann doktorsnám í samningatækni hjá Greneoble Ecole de Management samhliða vinnu á árunum 2016-2018. Frá því í janúar 2014 hefur Aðalsteinn leitt daglegan rekstur EFTA sem hefur starfstöðvar í Genf, Brussel og Luxemburg og tæplega eitt hundrað starfsmenn en í því starfi hefur meðal annars reynt á verkstjórn og forystuhæfileika Aðalsteins, oft og tíðum við krefjandi aðstæður.Einnig hefur hann leitt skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA. Samhliða starfi sínu hjá EFTA hefur Aðalsteinn starfað sem lektor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hefur meðal annars kennt samningatækni og lausn deilumála í MBA námi og í meistaranámi innan hinna ýmsu deilda skólans. Í framangreindri kennslu, við ráðgjöf og í nýlegri bók sinni sem og samningaviðræðum almennt hefur Aðalsteinn lagt áherslu á traust, heiðarleika, opin samskipti og gagnkvæman ávinning. Þá hefur Aðalsteinn, eins og áður er nefnt, starfað sem aðstoðarríkissáttasemjari frá því í byrjun árs 2019 vegna samninga á almennum vinnumarkaði og hefur hann veitt embættinu liðsinni og verið til ráðgjafar auk þess að sitja fundi með samningsaðilum þar sem meðal annars hefur reynt á hæfni hans í mannlegum samskiptum. Aðalsteinn hefur því víðtæka þekkingu og reynslu á samningamálum en auk fræðilegrar þekkingar hefur hann reynslu af þátttöku í samningaviðræðum, kennslu í samningatækni, ráðgjöf við samningsaðila og aðstoð við deiluaðila við að bæta samskipti en allt er þetta reynsla og þekking sem talin er mikilvæg þegar kemur að því að skipa í embætti ríkissáttasemjara. Í ljósi framangreinds er það mat félags- og barnamálaráðherra að Aðalsteinn sé best til þess fallin, af þeim umsækjendum sem framangreind nefnd taldi hæfasta til að gegna embætti ríkissáttasemjara, til að annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar.
Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira