Hvetja til aukinna öryggisráðstafana við hátíðarhöld Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 12:08 Lögreglumenn á vettvangi þar sem ökumaður ók silfurlituðum Mercedes inn í hóp fólks í Volksmarsen í vestanverðu Þýskalandi. AP/Uwe Zucchi Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta. Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Saksóknarar í Þýskalandi hafa hvatt skipuleggjendur kjötkveðjuhátíðarhalda til þess að endurskoða öryggisáætlanir sínar eftir að karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks í skrúðgöngu í Volksmarsen í Hessen í gær. Rúmlega fimmtíu manns slösuðust, þar á meðal átján börn. Ökumaður bílsins, sem er sagður 29 ára gamall, er grunaður um tilraun til manndráps. Hann slasaðist sjálfur og segja saksóknarar að ekki hafi verið hægt að yfirheyra hann ennþá. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til en hann er ekki talinn hafa verið drukkinn. Dagblaðið Bild hefur eftir heimildum sínum að talið sé að maðurinn gæti átt við geðræn vandamál að stríða. AP-fréttastofan segir að Mercedes-skutbíll sem hann ók inn í mannfjöldann hafi verið skráður á ökumanninn. Talsmaður saksóknaranna sem rannsaka málið segja að ekkert benda til þess að málið verði sent ríkissaksóknurum. Reuters-fréttastofan segir að það bendi til þess að saksóknararnir telji að atvikið hafi ekki átt sér pólitískar rætur. Þrjátíu og fimm manns liggja enn á sjúkrahúsi, um helmingur þeirra börn, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að saksóknararnir telji ekki sérstaka ástæðu til að óttast aukna hættu á árásum á skrúðgöngur hvetja þeir skipuleggjendur til að fara yfir öryggisáætlanir og breyta þeim ef þörf krefur, til dæmis með því að auka viðveru lögreglu. Atvikið í Volksmarsen kemur fast á hæla skotárásar vanstillts kynþáttahatara sem myrti ellefu manns á vatnspípubörum í bænum Hanau í síðustu viku. Hert öryggiseftirlit hefur verið við opinbera viðburði í Þýskalandi eftir að karlmaður frá Túnis ók trukk inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín árið 2016. Tólf manns létu lífið í árásinni. Ítalskir lögreglumenn skutu manninn til bana þegar hann var á flótta.
Þýskaland Tengdar fréttir Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Átján börn í hópi hinna slösuðu Alls slösuðust 52 þegar bíl var ekið á fólk sem tók þátt í hátíðarhöldum í tengslum við kjötkveðjuhátíð í þýska bænum Volkmarsen síðdegis í gær. 25. febrúar 2020 09:44