„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 21:00 Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, er ekki tilbúinn að ræða stöðuna á Ólympíuleikunum í sumar. Getty/ Asahi Shimbun Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira