Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 14:20 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“ Alþingi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, nýttu tækifærið undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í dag „til að lýsa eftir ríkisstjórninni.“ Þorsteinn vakti í ræðu sinni athygli á því að af þeim 48 málum sem ríkisstjórnin hafi áfromað að leggja fram í janúar og febrúar samkvæmt starfsáætlun, séu aðeins komin fram liðlega 10% þeirra mála. Velti hann því fyrir sér hvort ríkisstjórnin hafi lagt niður störf eða farið í langt vetrarfrí og gleymt að láta þingið vita. Uppskar hann nokkur hlátrarsköll í þingsalnum er hann flutti ræðuna. „Það er nokkuð magnað að fylgjast með því að það var nokkuð áberandi gagnrýnin á ríkisstjórn hér fyrir áramót hversu fá mál komin fram og hversu seint þau komu fram og svo mikil var gagnrýnin að ríkisstjórnin tók sig til og endurskoðaði þingmálaskrá sína í janúar,“ sagði Þorsteinn. Málunum hafi verið fækkað og því seinkað hvenær ætti að leggja þau fram. „Er þessi ríkisstjórn hætt störfum? eða eigum við að bíða? Hún er greinilega ekki í vinnunni því að alla vega bólar ekkert á þeim málum sem hún boðaði að kæmi fyrir þingið,“ sagði Þorsteinn. Þá hafi umræðu um fjármálaáætlun verið seinkað og nefndadögum verið fjölgað. „Ég spyr til hvers? Því að varla er það ætlun meirihluta þings að hleypa í gegn þeim þingmannamálum sem að hafa haldið uppi þingstörfum hér í allan vetur,“ sagði Þorsteinn. Ríkisstjórnin hafi ekki einu sinni fyrir því að svara fyrirspurnum á tilsettum tíma. „Meira að segja einföld fyrirspurn mín sem er orðin tveggja mánaða gömul um fjölda þeirra ráða og nefnda sem að ríkisstjórnin hefur sett á fót á þessu kjörtímabili, hún er enn að telja,“ sagði Þorsteinn. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Þorsteini og auglýsti eftir ríkisstjórninni. Hún hafði jafnframt tekið saman tölur af vef Alþingis um fjölda mála sem hafa verið samþykkt eða bíða hjá nefnd. Á þessu þingi hafi 35 stjórnarfrumvörp verið samþykkt, 33 séu hjá nefnd og eitt sem bíður. Magn ekki sama og gæði Aðeins tvö þingmannamál hafi verið samþykkt, eitt verið fellt og 82 í nefnd og 11 sem bíða. „70% af þeim þingmálum sem fram hafa komið á 150. löggjafarþingi er frá þingmönnum. Þingmannamál hafa haldið uppi dagskránni á þessu þingi og birtingarmyndin er skýr,“ sagði Oddný. Samkvæmt þingmálaskrá sé von á 65 mál frá ríkisstjórninni í mars. „Þar eru mörg stórmál. Það verður sannarlega hamagangur og læti síðustu dagana ef ríkisstjórnin á að koma að þessum málum í gegn og mér finnst forseti meðferðin á þingmannamálum vera óásættanleg,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að bregðast við ummælum þeirra Þorsteins og Oddnýjar. „Þá er það almennt að segja að magn er auðvitað ekki sama og gæði og mælikvarði á árangur og gæði þingstarfanna felst ekki endilega í fjölda samþykktra mála og heldur ekki í fjölda framlagðra mála,“ sagði Birgir. „Sú ríkisstjórn er ekki best sem kemur með flest frumvörpin og afgreiðir sem flest mál. Það er ekki endilega þannig.“
Alþingi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira