Bandaríkin: Samanburður forstjóralauna við meðallaun starfsmanna Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 09:00 Á sjöunda áratugnum voru forstjóralaun um tuttugufalt hærri en meðallaun starfsmanna í Bandaríkjunum. Munurinn í dag er mun meir. Vísir/Getty Forstjóralaun í Bandaríkjunum hafa nú blandast inn í forsetakosningarnar. Til að mynda hefur forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders talað fyrir löggjöf um að hækka skatta á fyrirtæki sem greiða forstjórum sínum himinhá laun. Hér erum við þó ekki að tala um neinar milljónir, heldur milljarða. Við skoðun forstjóralaunanna þarf þó að hafa í huga að upphæðir endurspegla ekki mánaðarlaun forstjóra heldur heildartekjur ársins samkvæmt nýrri könnun sem As you sow birti yfir 100 tekjuhæstu forstjóra Bandaríkjanna árið 2019. Hér er listi yfir tíu launahæstu forstjórana sem Fortune birti. Til samanburðar eru meðallaun starfsmanna hjá sömu fyrirtækjum. Listinn er ekki í réttri röð miðað við upphæð hæstu launa en þó trónir í efsta sæti forstjóri Oracle á síðasta ári. Hann lést í október 2019 og því má telja líklegt að um uppgjör á samningi sé að ræða. 1.Forstjóri Oracle Corportaion, Mark Hurd (látinn). Laun um 27,8 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna um 11,5 milljónir króna. 2. Forstjóri Align Technology, Joseph Hogan. Laun ríflega 5,3 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna eru 1,7 milljónir króna. 3. Forstjóri Walt Disney, Robert Iger. Laun um 8,4 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna Disney eru kr. 5,9 milljónir króna á ári. Robert Iger steig úr forstjórastóli nú í febrúar en hann var ráðinn forstjóri Disney árið 2005. 4. Forstjóri Discovery David Zaslav. Laun um 16,6 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna 11 milljónir króna. 5. Forstjóri CenturyLink, Jeffrey Storey. Laun tæplega 5,6 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna 8,8 milljónir króna. 6. Forstjóri PayPal Holdins Inc, Daniel H. Schulman. Laun um 4,8 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna tæplega 9 milljónir króna. 7. Forstjóri GAP Inc, Arthur Peck. Laun tæpir 2,7 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna um 750 þúsund krónur. 8. Forstjóri Hologic Inc, Stephen MacMillan. Laun tæplega 5,4 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna kr.11,3 milljónir króna. 9. Forstjóri Chipotle Mexican Grill Inc. Laun 4,3 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna tæplega 1,8 milljónir króna. 10. Forstjóri Xerox Corportaion, Giovanni G. Visentin. Laun 3 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna 5,6 milljónir króna. Upphæðir umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við gengi dollarans í dag. Nokkur umræða hefur verið í Bandaríkjunum um ofurlaun forstjóra og hafa ýmiss fylki reynt að bregðast við með sérstökum sköttum á fyrirtæki.Vísir/Getty Aldrei verið meiri munur Í umfjöllun FastCompany kemur fram að á sjöunda áratugnum hafi munurinn á milli forstjóralauna og meðallauna starfsmanna ekki verið svona mikill en þá er talað um að munurinn hafi verið um tuttugufaldur. Eins og sjá má á tölunum hér að ofan hefur þessi mismunur hækkað verulega. Samkvæmt skýrslu Economic Policy Institute frá í fyrra segir að forstjóralaun hafi á tímabilinu 1978 til 2018 hækkað um 940% á meðan meðallaun starfsmanna í Bandaríkjunum hafi hækkað um 12% á sama tímabili. Fleiri en forsetaframbjóðandinn Sanders vill sporna við þessu. Í Oregon fylki voru til dæmis lagðir nýir skattar á fyrirtæki sem greiða forstjóra sínum hundrað sinnum hærri laun en meðallaun starfsmanna. Lögin tóku gildi árið 2017 og er ekki talið að áhrif þeirra séu orðin sýnileg enn. Í Kaliforníu liggur fyrir frumvarp um hærri skatta á fyrirtæki ef munurinn á milli forstjóralauna og meðallauna starfsamanna er mjög mikill. Bandaríkin Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ Sjá meira
Forstjóralaun í Bandaríkjunum hafa nú blandast inn í forsetakosningarnar. Til að mynda hefur forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders talað fyrir löggjöf um að hækka skatta á fyrirtæki sem greiða forstjórum sínum himinhá laun. Hér erum við þó ekki að tala um neinar milljónir, heldur milljarða. Við skoðun forstjóralaunanna þarf þó að hafa í huga að upphæðir endurspegla ekki mánaðarlaun forstjóra heldur heildartekjur ársins samkvæmt nýrri könnun sem As you sow birti yfir 100 tekjuhæstu forstjóra Bandaríkjanna árið 2019. Hér er listi yfir tíu launahæstu forstjórana sem Fortune birti. Til samanburðar eru meðallaun starfsmanna hjá sömu fyrirtækjum. Listinn er ekki í réttri röð miðað við upphæð hæstu launa en þó trónir í efsta sæti forstjóri Oracle á síðasta ári. Hann lést í október 2019 og því má telja líklegt að um uppgjör á samningi sé að ræða. 1.Forstjóri Oracle Corportaion, Mark Hurd (látinn). Laun um 27,8 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna um 11,5 milljónir króna. 2. Forstjóri Align Technology, Joseph Hogan. Laun ríflega 5,3 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna eru 1,7 milljónir króna. 3. Forstjóri Walt Disney, Robert Iger. Laun um 8,4 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna Disney eru kr. 5,9 milljónir króna á ári. Robert Iger steig úr forstjórastóli nú í febrúar en hann var ráðinn forstjóri Disney árið 2005. 4. Forstjóri Discovery David Zaslav. Laun um 16,6 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna 11 milljónir króna. 5. Forstjóri CenturyLink, Jeffrey Storey. Laun tæplega 5,6 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna 8,8 milljónir króna. 6. Forstjóri PayPal Holdins Inc, Daniel H. Schulman. Laun um 4,8 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna tæplega 9 milljónir króna. 7. Forstjóri GAP Inc, Arthur Peck. Laun tæpir 2,7 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna um 750 þúsund krónur. 8. Forstjóri Hologic Inc, Stephen MacMillan. Laun tæplega 5,4 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna kr.11,3 milljónir króna. 9. Forstjóri Chipotle Mexican Grill Inc. Laun 4,3 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna tæplega 1,8 milljónir króna. 10. Forstjóri Xerox Corportaion, Giovanni G. Visentin. Laun 3 milljarðar króna. Meðallaun starfsmanna 5,6 milljónir króna. Upphæðir umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við gengi dollarans í dag. Nokkur umræða hefur verið í Bandaríkjunum um ofurlaun forstjóra og hafa ýmiss fylki reynt að bregðast við með sérstökum sköttum á fyrirtæki.Vísir/Getty Aldrei verið meiri munur Í umfjöllun FastCompany kemur fram að á sjöunda áratugnum hafi munurinn á milli forstjóralauna og meðallauna starfsmanna ekki verið svona mikill en þá er talað um að munurinn hafi verið um tuttugufaldur. Eins og sjá má á tölunum hér að ofan hefur þessi mismunur hækkað verulega. Samkvæmt skýrslu Economic Policy Institute frá í fyrra segir að forstjóralaun hafi á tímabilinu 1978 til 2018 hækkað um 940% á meðan meðallaun starfsmanna í Bandaríkjunum hafi hækkað um 12% á sama tímabili. Fleiri en forsetaframbjóðandinn Sanders vill sporna við þessu. Í Oregon fylki voru til dæmis lagðir nýir skattar á fyrirtæki sem greiða forstjóra sínum hundrað sinnum hærri laun en meðallaun starfsmanna. Lögin tóku gildi árið 2017 og er ekki talið að áhrif þeirra séu orðin sýnileg enn. Í Kaliforníu liggur fyrir frumvarp um hærri skatta á fyrirtæki ef munurinn á milli forstjóralauna og meðallauna starfsamanna er mjög mikill.
Bandaríkin Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ Sjá meira