Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. febrúar 2020 11:32 Þessum gámi hefur verið komið upp við Landspítalann í Fossvogi. Þangað færi einstaklingur sem mögulega væri smitaður af kórónuveirunni. vísir/vilhelm Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira