Aron vill halda Hamrén og segir hungur í strákunum okkar Anton Ingi Leifsson skrifar 26. febrúar 2020 12:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, er spenntur fyrir komandi leik gegn Rúmeníu og segir að liðið þurfi að nýta reynsluna úr fyrri leikjum er liðið mætir Rúmenum. Ísland mætir Rúmeníu 26. mars en 29 dagar eru þar af leiðandi í stórleikinn. Leikurinn er undanúrslitaleikur um sæti á EM en sigurvegarinn úr viðureigninni mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleiknum. Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, sló á þráðinn til Katar í gær og ræddi við landsliðsfyrirliðann Aron Einar. „Þetta eru alltaf jafn mikilvægir leikir en þessi Rúmeníu leikur tryggir okkur sæti í úrslitaleik um sæti á EM og það er hrikalega stórt. Maður er orðinn hrikalega spenntur,“ sagði Aron Einar. „Það sem ég hef heyrt um þá eru þeir að kynslóðin sem er að koma upp hjá þeim er mjög sterk. Þeir gerðu vel í U21 og hafa verið að skila sér upp í A-liðið. Stöðugleiki hefur vantað hjá þeim í þessa undankeppni en þeir hafa spilað skemmtilega leiki og aðra misgóða.“ „Við þurfum að vera á tánum og við vitum hverjir eru okkar styrkleikar. Við erum með þessa reynslu sem kemur vonandi til að reynast okkar vel í þessum leik. Við þurfum að nýta okkar tækifæri og okkar styrkleika. Þá förum við áfram.“ Aron Einar fagnar marki gegn Tyrklandi ásamt Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni.vísir/daníel Ánægður með hvernig KSÍ hefur tæklað vallarmálin Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson hafa til að mynda verið að glíma við meiðsli en Aroni líður vel í líkamanum. Hann segir einnig að öðrum leikmönnum miði vel fyrir leikinn. „Staðan á mér er frábær. Mér líður vel og er að æfa aukalega með þessa leiki í huga. Ég er að spila einu sinni í viku og fínt ról. Ég er í góðu standi og mér sýnist að tímasetningin hjá öðrum leikmönnum sé fín, hjá þeim leikmönnum sem hafa verið að glíma við meiðsli.“ „Þeir eru að koma til baka og eru á fínum tíma fyrir þennan leik. Okkur hlakkar til að koma saman og fara í leik þar sem er allt undir. Hvernig við tæklum það verður að koma í ljós en við verðum að nýta okkar reynslu úr þessum stóru leikjum. Vera óhræddir og nýta okkar styrkleika.“ Þegar Aron kemur heim fyrir leikina í lok mars eru líkur á að hitastigið verði í kringum frostmark. Hann æfir dags daglega í rúmlega 30 stiga hita en segir að það verði ekkert vandamál að venjast kuldanum. „Ég er vanur þessu líka svo ég er ekkert að fara láta það hafa áhrif á mig. Auðvitað er það skrýtið að fara úr hita í kulda en það tekur kannski eina æfingu að venjast því. Ég hef ekki áhyggjur af því.“ „Ég er ánægður með KSÍ hvernig þeir hafa staðið sig í því að fá leikinn á völlinn. Það er mikil vinna búin að fara í það og gífurlega mikilvægt að ná þessum leik á vellinum. Laugardalsvöllur hefur verið okkur mikilvægur í gegnum tíðina og það verður okkur mikilvægt.“ Aron segir að sambandið við Hamrén sé gott.vísir/ Ætla sér á EM Aron segir að það sé enn mikið hungur í strákunum okkar og enginn orðinn saddur eftir að hafa farið á tvö stórmót. „Algjörlega. Mér líður þannig og ég veit að strákunum líður eins. Við erum búnir að fá smjörþefinn af lokamóti og þar viltu vera. Þar viltu keppa. Við viljum vera á þessum lokamótum og á þessum stórmótum. Ef þú ert saddur áttu ekkert að vera í þessu lengur. Það er enginn sofandi háttur eða hungurleysi í okkar hóp. Það kemur ekki til greina.“ Fyrirliðinn vill halda Erik Hamren sama hvað gerist í næsta landsleikjaglugga. „Auðvitað. Hann er búinn að lenda í ýmsum skakkaföllum með hópinn og auðvitað hefur hann kannski ekki fengið að velja úr öllum sínum leikmönnum. Það setur strik í reikninginn hvað varðar spilamennsku og úrslit.“ „Mér finnst hann hafa tæklað þá pressu mjög vel. Hann er staðráðinn í að gera vel og við vitum að hann er jafn hungraður og við að komast á þetta mót og sanna sig.“ Ef Aron yrði spurður; myndi hann mæla með því að Hamrén yrði áfram? „Já. Það er ekki undir mér komið en við eigum gott samband. Hann og leikmennirnir eiga í góðu sambandi svo það er ekkert þar. Stjórn KSÍ og aðrir taka þá ákvörðun og svo er það undir honum sjálfum komið. Við ætlum okkur á EM og það er eina sem við hugsum.“ „Við erum ekkert að hugsa hvort að þjálfarinn verði áfram ef við komumst ekki á EM, heldur ætlum við bara á EM og gera það almennilega,“ bætti Aron við að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, er spenntur fyrir komandi leik gegn Rúmeníu og segir að liðið þurfi að nýta reynsluna úr fyrri leikjum er liðið mætir Rúmenum. Ísland mætir Rúmeníu 26. mars en 29 dagar eru þar af leiðandi í stórleikinn. Leikurinn er undanúrslitaleikur um sæti á EM en sigurvegarinn úr viðureigninni mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleiknum. Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, sló á þráðinn til Katar í gær og ræddi við landsliðsfyrirliðann Aron Einar. „Þetta eru alltaf jafn mikilvægir leikir en þessi Rúmeníu leikur tryggir okkur sæti í úrslitaleik um sæti á EM og það er hrikalega stórt. Maður er orðinn hrikalega spenntur,“ sagði Aron Einar. „Það sem ég hef heyrt um þá eru þeir að kynslóðin sem er að koma upp hjá þeim er mjög sterk. Þeir gerðu vel í U21 og hafa verið að skila sér upp í A-liðið. Stöðugleiki hefur vantað hjá þeim í þessa undankeppni en þeir hafa spilað skemmtilega leiki og aðra misgóða.“ „Við þurfum að vera á tánum og við vitum hverjir eru okkar styrkleikar. Við erum með þessa reynslu sem kemur vonandi til að reynast okkar vel í þessum leik. Við þurfum að nýta okkar tækifæri og okkar styrkleika. Þá förum við áfram.“ Aron Einar fagnar marki gegn Tyrklandi ásamt Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni.vísir/daníel Ánægður með hvernig KSÍ hefur tæklað vallarmálin Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson hafa til að mynda verið að glíma við meiðsli en Aroni líður vel í líkamanum. Hann segir einnig að öðrum leikmönnum miði vel fyrir leikinn. „Staðan á mér er frábær. Mér líður vel og er að æfa aukalega með þessa leiki í huga. Ég er að spila einu sinni í viku og fínt ról. Ég er í góðu standi og mér sýnist að tímasetningin hjá öðrum leikmönnum sé fín, hjá þeim leikmönnum sem hafa verið að glíma við meiðsli.“ „Þeir eru að koma til baka og eru á fínum tíma fyrir þennan leik. Okkur hlakkar til að koma saman og fara í leik þar sem er allt undir. Hvernig við tæklum það verður að koma í ljós en við verðum að nýta okkar reynslu úr þessum stóru leikjum. Vera óhræddir og nýta okkar styrkleika.“ Þegar Aron kemur heim fyrir leikina í lok mars eru líkur á að hitastigið verði í kringum frostmark. Hann æfir dags daglega í rúmlega 30 stiga hita en segir að það verði ekkert vandamál að venjast kuldanum. „Ég er vanur þessu líka svo ég er ekkert að fara láta það hafa áhrif á mig. Auðvitað er það skrýtið að fara úr hita í kulda en það tekur kannski eina æfingu að venjast því. Ég hef ekki áhyggjur af því.“ „Ég er ánægður með KSÍ hvernig þeir hafa staðið sig í því að fá leikinn á völlinn. Það er mikil vinna búin að fara í það og gífurlega mikilvægt að ná þessum leik á vellinum. Laugardalsvöllur hefur verið okkur mikilvægur í gegnum tíðina og það verður okkur mikilvægt.“ Aron segir að sambandið við Hamrén sé gott.vísir/ Ætla sér á EM Aron segir að það sé enn mikið hungur í strákunum okkar og enginn orðinn saddur eftir að hafa farið á tvö stórmót. „Algjörlega. Mér líður þannig og ég veit að strákunum líður eins. Við erum búnir að fá smjörþefinn af lokamóti og þar viltu vera. Þar viltu keppa. Við viljum vera á þessum lokamótum og á þessum stórmótum. Ef þú ert saddur áttu ekkert að vera í þessu lengur. Það er enginn sofandi háttur eða hungurleysi í okkar hóp. Það kemur ekki til greina.“ Fyrirliðinn vill halda Erik Hamren sama hvað gerist í næsta landsleikjaglugga. „Auðvitað. Hann er búinn að lenda í ýmsum skakkaföllum með hópinn og auðvitað hefur hann kannski ekki fengið að velja úr öllum sínum leikmönnum. Það setur strik í reikninginn hvað varðar spilamennsku og úrslit.“ „Mér finnst hann hafa tæklað þá pressu mjög vel. Hann er staðráðinn í að gera vel og við vitum að hann er jafn hungraður og við að komast á þetta mót og sanna sig.“ Ef Aron yrði spurður; myndi hann mæla með því að Hamrén yrði áfram? „Já. Það er ekki undir mér komið en við eigum gott samband. Hann og leikmennirnir eiga í góðu sambandi svo það er ekkert þar. Stjórn KSÍ og aðrir taka þá ákvörðun og svo er það undir honum sjálfum komið. Við ætlum okkur á EM og það er eina sem við hugsum.“ „Við erum ekkert að hugsa hvort að þjálfarinn verði áfram ef við komumst ekki á EM, heldur ætlum við bara á EM og gera það almennilega,“ bætti Aron við að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira