Frammistaðan nokkuð undir væntingum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 12:07 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis tekur undir með stjórnarandstöðunni að mál frá ríkisstjórn hafi skilað sér hægt til þingsins. Þótt tilkoma samráðsgáttar sé af hinu góða sé þetta nýja ferli eitt af því sem kunni að skýra hvað veldur seinagangi. Þá hafi menn ef til vill verið full bjartsýnir og þurfi að tileinka sér raunhæfari áætlanagerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar auglýstu eftir ríkisstjórninni og kvörtuðu yfir seinagangi og málefnaþurrð frá ríkisstjórninni á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist sammála því að mál hafi borist hægar en ákjósanlegt væri.Sjá einnig: Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ „Það er vissulega rétt að við hefðum gjarnan viljað sjá svona jafnari dreifingu á málum sem eru að koma frá ríkisstjórn,“ segir Steingrímur. „Þrátt fyrir ýmsa viðleitni á undanförnum misserum þá ber enn á því að menn eru greinilega of bjartsýnir þegar þeir eru að gera sínar áætlanir um afgreiðslu mála eða vanmeta þann tíma sem að undirbúningsferlið tekur.“ Með tilkomu samráðsgáttar hafi þetta ferli til að mynda lengst. Flestir séu þó sammála að samráðsgáttin sé af hinu góða þar sem öllum gefst tækifæri til að skila inn umsögnum á fyrri stigum hafi sá tími sem ferlið tekur ef til vill verið vanmetinn. „Þannig að kannski er það verkefnið, að endurmeta svolítið ferlið og þann tíma sem það tekur með þessari aðferðafræði, að málefni séu almennt lögð upp í samráðsgátt, og að gera svo á þeim grunni raunhæfari áætlanir, raunhæfari þingmálaskrá,“ segir Steingrímur. Mál einnig lengi í þingnefndum Þingið þurfi einnig að líta í eigin barm en mál hafa sömuleiðis verið að skila sér hægt frá þingnefndum. Þingmannamál hafi í auknum mæli komist að en í byrjun vikunnar tilkynnti Steingrímur að nefndadögum yrði fjölgað í þessari viku. Samkvæmt starfsáætlun áttu að vera þingfundir í dag og á morgun en úr varð að þeim var breytt í nefndadaga. „Þingmannamál hafa komist til nefnda í ríkara mæli heldur en kannski oftast áður og við erum líka að, lengjum þá aðeins starfstíma nefndanna þannig að þau hafa þá meiri tíma fyrir sig. Það er minni þörf fyrir þingfundi akkúrat núna þessa dagana, meiri þörf fyrir tíma í nefndum þannig að við aðlögum okkur að þessu,“ segir Steingrímur. Fjármálaáætlun seinna á ferðinni Enn er beðið eftir að fjölmörgum málum frá ríkisstjórninni verði dreift á þinginu og þá var umræðu um fjármálaáætlun seinkað um viku frá því sem gert var ráð fyrir í starfsáætlun. Steingrímur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þetta valdi of miklu álagi þegar líður á vorið. „Ég hef ekkert af þessu stórar áhyggjur. Þetta er allt í eðlilegum farvegi sem slíkum, en uppá jafna dreifingu vinnunnar og álagsins hér þá er náttúrlega mjög mikilvægt að menn komist meira áleiðis í þessum efnum, að forðast uppsöfnun mála rétt fyrir jól og aftur rétt fyrir vor,“ segir Steingrímur. Það hafi verið mikil og ágæt samskipti milli stjórnarráðsins og Alþingis um að bæta úr þessum ferlum. Teknir hafi verið upp reglubundnar heimsóknir forsætisráðherra til þingsins til að fara yfir stöðu mála. „Þannig ég held að samskiptin séu ágæt en enn sem komið er þá eru, já má segja að frammistaðan sé að nokkru leyti undir væntingum.“ Þótt umræðu um fjármálaáætlun hafi verið seinkað sé hún þó á áælun innan lögbundins frests. „Sá frestur sem ráðherra hefur til að leggja áætlunina fram er 1. apríl. Þannig að við erum enn á undan áætlun hvað það varðar. En þetta hefur verið hluti af viðleitninni og við höfum rætt við fjármálaráðuneytið um að reyna að færa fjármálaáætlun framar þannig að umræðum um hana sé lokið og hún komin til nefndar helst vel fyrir mánaðarmótin mars apríl,“ útskýrir Steingrímur. Þá hafi verið brugðist að nokkru leyti með því að gera ráð fyrir þingfundum lengra fram í júní en áður. Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Forseti Alþingis tekur undir með stjórnarandstöðunni að mál frá ríkisstjórn hafi skilað sér hægt til þingsins. Þótt tilkoma samráðsgáttar sé af hinu góða sé þetta nýja ferli eitt af því sem kunni að skýra hvað veldur seinagangi. Þá hafi menn ef til vill verið full bjartsýnir og þurfi að tileinka sér raunhæfari áætlanagerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar auglýstu eftir ríkisstjórninni og kvörtuðu yfir seinagangi og málefnaþurrð frá ríkisstjórninni á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segist sammála því að mál hafi borist hægar en ákjósanlegt væri.Sjá einnig: Auglýsa eftir ríkisstjórninni: „Hún er greinilega ekki í vinnunni“ „Það er vissulega rétt að við hefðum gjarnan viljað sjá svona jafnari dreifingu á málum sem eru að koma frá ríkisstjórn,“ segir Steingrímur. „Þrátt fyrir ýmsa viðleitni á undanförnum misserum þá ber enn á því að menn eru greinilega of bjartsýnir þegar þeir eru að gera sínar áætlanir um afgreiðslu mála eða vanmeta þann tíma sem að undirbúningsferlið tekur.“ Með tilkomu samráðsgáttar hafi þetta ferli til að mynda lengst. Flestir séu þó sammála að samráðsgáttin sé af hinu góða þar sem öllum gefst tækifæri til að skila inn umsögnum á fyrri stigum hafi sá tími sem ferlið tekur ef til vill verið vanmetinn. „Þannig að kannski er það verkefnið, að endurmeta svolítið ferlið og þann tíma sem það tekur með þessari aðferðafræði, að málefni séu almennt lögð upp í samráðsgátt, og að gera svo á þeim grunni raunhæfari áætlanir, raunhæfari þingmálaskrá,“ segir Steingrímur. Mál einnig lengi í þingnefndum Þingið þurfi einnig að líta í eigin barm en mál hafa sömuleiðis verið að skila sér hægt frá þingnefndum. Þingmannamál hafi í auknum mæli komist að en í byrjun vikunnar tilkynnti Steingrímur að nefndadögum yrði fjölgað í þessari viku. Samkvæmt starfsáætlun áttu að vera þingfundir í dag og á morgun en úr varð að þeim var breytt í nefndadaga. „Þingmannamál hafa komist til nefnda í ríkara mæli heldur en kannski oftast áður og við erum líka að, lengjum þá aðeins starfstíma nefndanna þannig að þau hafa þá meiri tíma fyrir sig. Það er minni þörf fyrir þingfundi akkúrat núna þessa dagana, meiri þörf fyrir tíma í nefndum þannig að við aðlögum okkur að þessu,“ segir Steingrímur. Fjármálaáætlun seinna á ferðinni Enn er beðið eftir að fjölmörgum málum frá ríkisstjórninni verði dreift á þinginu og þá var umræðu um fjármálaáætlun seinkað um viku frá því sem gert var ráð fyrir í starfsáætlun. Steingrímur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þetta valdi of miklu álagi þegar líður á vorið. „Ég hef ekkert af þessu stórar áhyggjur. Þetta er allt í eðlilegum farvegi sem slíkum, en uppá jafna dreifingu vinnunnar og álagsins hér þá er náttúrlega mjög mikilvægt að menn komist meira áleiðis í þessum efnum, að forðast uppsöfnun mála rétt fyrir jól og aftur rétt fyrir vor,“ segir Steingrímur. Það hafi verið mikil og ágæt samskipti milli stjórnarráðsins og Alþingis um að bæta úr þessum ferlum. Teknir hafi verið upp reglubundnar heimsóknir forsætisráðherra til þingsins til að fara yfir stöðu mála. „Þannig ég held að samskiptin séu ágæt en enn sem komið er þá eru, já má segja að frammistaðan sé að nokkru leyti undir væntingum.“ Þótt umræðu um fjármálaáætlun hafi verið seinkað sé hún þó á áælun innan lögbundins frests. „Sá frestur sem ráðherra hefur til að leggja áætlunina fram er 1. apríl. Þannig að við erum enn á undan áætlun hvað það varðar. En þetta hefur verið hluti af viðleitninni og við höfum rætt við fjármálaráðuneytið um að reyna að færa fjármálaáætlun framar þannig að umræðum um hana sé lokið og hún komin til nefndar helst vel fyrir mánaðarmótin mars apríl,“ útskýrir Steingrímur. Þá hafi verið brugðist að nokkru leyti með því að gera ráð fyrir þingfundum lengra fram í júní en áður.
Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira