Fyrsta tilfelli kórónuveiru staðfest í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 15:37 Kjötkveðjuhátíðarhöld standa sem hæst í Brasilíu þessa dagana og eru landsmenn á faraldsfæti vegna þeirra. Vísir/EPA Heilbrigðisráðuneyti Brasilíu staðfesti fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum þar í dag. Rúmlega sextugur karlmaður sem var nýkominn heim frá Ítalíu er jafnframt sá fyrsti sem greinist með veiruna í Rómönsku Ameríku. Yfirvöld segja að maðurinn sé við ágætisheilsu og að fylgst verði með honum í einangrun næstu tvær vikurnar. Maðurinn ferðaðist til Langbarðalands á norðanverðri Ítalíu fyrr í þessum mánuði en veiran hefur breiðst hratt út þar að undanförnu. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunni um allan heim en langflest tilfellin eru í Kína þar sem hún kom fyrst upp í desember. Hátt á þriðja þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar, afgerandi meirihluti þeirra í Kína. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að tímamót hafi orðið í gær þegar í fyrsta skipti var tilkynnt um fleiri ný smit utan Kína en innan þess. Smitið í Brasilíu greinist í miðri kjötkveðjuhátíðinni þegar milljónir landsmanna ferðast innanlands til að taka þátt í hátíðarhöldum í stórborgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fylgst er með tuttugu manns til viðbótar vegna mögulegs kórónuveirusmits og þá hefur verið óskað eftir upplýsingum um alla farþega sem voru samferða manninum sem greindist með sjúkdóminn sem hún veldur til Brasilíu. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Brasilíu staðfesti fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum þar í dag. Rúmlega sextugur karlmaður sem var nýkominn heim frá Ítalíu er jafnframt sá fyrsti sem greinist með veiruna í Rómönsku Ameríku. Yfirvöld segja að maðurinn sé við ágætisheilsu og að fylgst verði með honum í einangrun næstu tvær vikurnar. Maðurinn ferðaðist til Langbarðalands á norðanverðri Ítalíu fyrr í þessum mánuði en veiran hefur breiðst hratt út þar að undanförnu. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunni um allan heim en langflest tilfellin eru í Kína þar sem hún kom fyrst upp í desember. Hátt á þriðja þúsund manns hafa látið lífið af völdum veirunnar, afgerandi meirihluti þeirra í Kína. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að tímamót hafi orðið í gær þegar í fyrsta skipti var tilkynnt um fleiri ný smit utan Kína en innan þess. Smitið í Brasilíu greinist í miðri kjötkveðjuhátíðinni þegar milljónir landsmanna ferðast innanlands til að taka þátt í hátíðarhöldum í stórborgum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fylgst er með tuttugu manns til viðbótar vegna mögulegs kórónuveirusmits og þá hefur verið óskað eftir upplýsingum um alla farþega sem voru samferða manninum sem greindist með sjúkdóminn sem hún veldur til Brasilíu.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Utan Kína hefur kórónuveiran valdið mestu mannskaða í Íran til þessa. Sérfræðingar eru sagðir óttast að stjórnvöld þar reyni að fela raunverulega útbreiðslu hennar. 26. febrúar 2020 12:37
Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44