Nýr slökkviliðsbíll ónothæfur eftir skoðun hjá þjónustuaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 22:28 Einn af nýjum bílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skemmdist mikið í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila. Vísir/Vilhelm Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun. Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun.
Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00
Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31