Nýr slökkviliðsbíll ónothæfur eftir skoðun hjá þjónustuaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 22:28 Einn af nýjum bílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skemmdist mikið í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila. Vísir/Vilhelm Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun. Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun.
Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00
Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31