Luka Dončić fór á kostum er Dallas lagði San Antonio | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2020 07:30 Luka Dončić (fyrir miðju) var frábær í nótt. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020 NBA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020
NBA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum