Luka Dončić fór á kostum er Dallas lagði San Antonio | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2020 07:30 Luka Dončić (fyrir miðju) var frábær í nótt. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020 NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira