John Snorri og Tomaž telja sig svikna af sjerpunum Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 07:23 Hópur Johns Snorra í tjaldi í grunnbúðum K2 í janúar síðastliðinn. John Snorri/Facebook Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson telur sig svikinn af leiðsögumönnum sem áttu að aðstoða hann á leið upp á fjallið K2 nú í byrjun árs. Hann telur þá ekki hafa tekið þátt í verkefninu af heilum hug. Þetta segir John Snorri í samtali við Morgunblaðið. Leiðangursstjórinn John Snorri og félagi hans, Slóveninn Tomaž Rotar, stefndu að því að verða fyrstu mennirnir til að klífa K2 að vetrarlagi en hætt var við leiðangurinn í byrjun mánaðar Var þá greint frá því að tveir í hópnum, annar frá Kína og hinn frá Nepal, hafi ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Nauðsynlegt hefði verið fyrir alla að vera klára í verkefnið, bæði líkamlega og andlega, og því hafi verið ákveðið að hætta við leiðangurinn. Dvalarleyfið of stutt John Snorri segir nú að grunur leiki á að allir hafi ekki tekið þátt í leiðangrinum af heilum hug, en alls voru átta manns í hópnum – John Snorri, Tomaž, þrír Nepalir, tveir Kínverjar og einn Pakistani. Í frétt Morgunblaðsins er vísað í bréf sem Tomaž sendi fjölmiðlum sem fjalli um háfjallamennsku - bref sem birtist í íslenskri þýðingu í blaðinu í morgun - þar sem hann veltir fyrir sér hvernig leiðangursmenn hafi nálgast leiðangurinn. Dvalarleyfi sjerpanna í Pakistan hafi verið of stutt til að hægt hefði verið að ljúka leiðangrinum, dularfull meiðsli hafi angrað einn þeirra og ljóst var að þær matarbirgðir sem lagt var af stað með myndu ekki duga. Nauðsynlegt sé að fá skýringar enda hafi kostnaður Tomaz og John Snorra vegna leiðangursins numið tólf milljónum króna. Vel þekkt K2 er að finna á landamærum Kína og Pakistan og er annað hæsta fjall á eftir Everest í Nepal. K2 er 8.611 metrar á hæð og þykir eitt erfiðasta fjall heims til að klífa. John Snorri segir þetta því miður vera þekkt hjá sjerpunum og það sé stór ástæða fyrir því að þeir eigi í vandræðum með að kaupa tryggingar í leiðangra. „Þeir fara með fólk upp í búðir þrjú og segja svo að ekki sé hægt að fara hærra af ýmiss konar ástæðum,“ hefur blaðið eftir John Snorra sem kveðst ætla að gera aðra tilraun til að komast á tindinn að vetrarlagi að ári. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson telur sig svikinn af leiðsögumönnum sem áttu að aðstoða hann á leið upp á fjallið K2 nú í byrjun árs. Hann telur þá ekki hafa tekið þátt í verkefninu af heilum hug. Þetta segir John Snorri í samtali við Morgunblaðið. Leiðangursstjórinn John Snorri og félagi hans, Slóveninn Tomaž Rotar, stefndu að því að verða fyrstu mennirnir til að klífa K2 að vetrarlagi en hætt var við leiðangurinn í byrjun mánaðar Var þá greint frá því að tveir í hópnum, annar frá Kína og hinn frá Nepal, hafi ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Nauðsynlegt hefði verið fyrir alla að vera klára í verkefnið, bæði líkamlega og andlega, og því hafi verið ákveðið að hætta við leiðangurinn. Dvalarleyfið of stutt John Snorri segir nú að grunur leiki á að allir hafi ekki tekið þátt í leiðangrinum af heilum hug, en alls voru átta manns í hópnum – John Snorri, Tomaž, þrír Nepalir, tveir Kínverjar og einn Pakistani. Í frétt Morgunblaðsins er vísað í bréf sem Tomaž sendi fjölmiðlum sem fjalli um háfjallamennsku - bref sem birtist í íslenskri þýðingu í blaðinu í morgun - þar sem hann veltir fyrir sér hvernig leiðangursmenn hafi nálgast leiðangurinn. Dvalarleyfi sjerpanna í Pakistan hafi verið of stutt til að hægt hefði verið að ljúka leiðangrinum, dularfull meiðsli hafi angrað einn þeirra og ljóst var að þær matarbirgðir sem lagt var af stað með myndu ekki duga. Nauðsynlegt sé að fá skýringar enda hafi kostnaður Tomaz og John Snorra vegna leiðangursins numið tólf milljónum króna. Vel þekkt K2 er að finna á landamærum Kína og Pakistan og er annað hæsta fjall á eftir Everest í Nepal. K2 er 8.611 metrar á hæð og þykir eitt erfiðasta fjall heims til að klífa. John Snorri segir þetta því miður vera þekkt hjá sjerpunum og það sé stór ástæða fyrir því að þeir eigi í vandræðum með að kaupa tryggingar í leiðangra. „Þeir fara með fólk upp í búðir þrjú og segja svo að ekki sé hægt að fara hærra af ýmiss konar ástæðum,“ hefur blaðið eftir John Snorra sem kveðst ætla að gera aðra tilraun til að komast á tindinn að vetrarlagi að ári.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54
John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43
John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35