Um tuttugu manns í sóttkví hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 16:10 Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri almannavarnadeildar RLS, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Margrét Kristín Pálsdóttir, settur vararíkislögreglustjóri og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á fundinum í dag. vísir/egill Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis í dag til að fara yfir stöðu mála vegna veirunnar. Greint hafði verið frá því fyrr í vikunni að tveir einstaklingar væru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa komið heim úr skíðaferð til Cortina á Ítalíu. Cortina er í Venotó-héraði sem er eitt fjögurra héraða á Norður-Ítalíu þar sem talin er vera mikil smitáhætta. Auk þeirra tveggja á Egilsstöðum voru tólf Íslendingar til viðbótar í ferðinni til Cortina. Sóttvarnalæknir setti sig í samband við þá og beindi þeim tilmælum til þeirra að fara í sóttkví. Þá eru einhverjir til viðbótar við þessa fjórtán í sóttkví að sögn Þórólfs og talan um tuttugu manns. Þá séu yfirvöld komin með betra kerfi til þess að halda miðlægt utan um það hversu margir eru í sóttkví á hverjum tíma. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Áður hafði verið sagt frá því í fjölmiðlum að annars vegar fjölskylda sem kom frá Peking hafi farið í fjórtán daga sóttkví og hins vegar fjölskylda sem kom frá Wuhan í Kína þar sem veiran á uppruna sinn, þótt staðfest hafi verið að ekkert þeirra væri smitað. Um svokallaða heimasóttkví er að ræða og er úrræðið frekar íþyngjandi miðað við þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út. Þannig á einstaklingur í sóttkví að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Um tuttugu manns eru í fjórtán daga sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi sem haldinn var síðdegis í dag til að fara yfir stöðu mála vegna veirunnar. Greint hafði verið frá því fyrr í vikunni að tveir einstaklingar væru í sóttkví á Egilsstöðum eftir að hafa komið heim úr skíðaferð til Cortina á Ítalíu. Cortina er í Venotó-héraði sem er eitt fjögurra héraða á Norður-Ítalíu þar sem talin er vera mikil smitáhætta. Auk þeirra tveggja á Egilsstöðum voru tólf Íslendingar til viðbótar í ferðinni til Cortina. Sóttvarnalæknir setti sig í samband við þá og beindi þeim tilmælum til þeirra að fara í sóttkví. Þá eru einhverjir til viðbótar við þessa fjórtán í sóttkví að sögn Þórólfs og talan um tuttugu manns. Þá séu yfirvöld komin með betra kerfi til þess að halda miðlægt utan um það hversu margir eru í sóttkví á hverjum tíma. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Áður hafði verið sagt frá því í fjölmiðlum að annars vegar fjölskylda sem kom frá Peking hafi farið í fjórtán daga sóttkví og hins vegar fjölskylda sem kom frá Wuhan í Kína þar sem veiran á uppruna sinn, þótt staðfest hafi verið að ekkert þeirra væri smitað. Um svokallaða heimasóttkví er að ræða og er úrræðið frekar íþyngjandi miðað við þær leiðbeiningar sem sóttvarnalæknir hefur gefið út. Þannig á einstaklingur í sóttkví að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta einstaklinga. Hann má ekki fara út af heimilinu nema brýna nauðsyn beri til og hann má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. Þá má einstaklingur í sóttkví ekki fara á mannamót eða út í búð en hann má fara í bíltúr á sínum einkabíl. Hann má þó ekki eiga samskipti við aðra í návígi í bíltúrnum, svo sem við bílalúgur veitingastaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Lokar í Ármúla í tíu daga vegna kórónuveirunnar Aðstandendur GT Akademíunnar í Ármúla hafa ákveðið að skella í lás næstu tíu daga. 26. febrúar 2020 11:15
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34