Innlent

Guðni fékk fyrstu Mottumarssokkana

Andri Eysteinsson skrifar
Guðni tók við sokkunum á Bessastöðum í dag.
Guðni tók við sokkunum á Bessastöðum í dag. Vísir/Sigurjón

Fyrsta Mottumarssokkapar Krabbameinsfélagsins var fært í hendur Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í dag.

Sokkarnir í ár eru hannaðir af Gunnari Hilmarssyni sem starfar sem yfirhönnuður Herrafataverzlunar Kormáks og Skjaldar. Gunnar afhenti forsetanum sokkana í dag í tilefni þess að bráðlega hefst Mottumars.

Mottumars er árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins sem er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Ein veigamesta fjáröflun félagsins undanfarin ár hefur verið sala Mottumarssokkanna.


Tengdar fréttir

Einn af hverjum þremur fær krabbamein

Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum.

Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi

Mottumars – átak Krabbameinsfélags Íslands hefur nú eins og fyrr leitt til umræðu um skimun fyrir krabbameini – þar með talið ristil- og endaþarmskrabbameini.

Sokkar sem bjarga mannslífum

Við gefum sokkum sjaldan gaum. Það er kannski helst þegar við eigum ekki hreint par að við veltum fyrir okkur tilvist þeirra. En talið er að sokkar hafi fylgt manninum lengst alls fatnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×