Lífið

Greipur er Ís­lands­meistari í uppi­standi 2020

Atli Ísleifsson skrifar
Iddi Biddi eða Ingi Björn Róbertsson, Greipur Hjaltason og Anna Lilja Björnsdóttir eftir að úrslitin lágu fyrir.
Iddi Biddi eða Ingi Björn Róbertsson, Greipur Hjaltason og Anna Lilja Björnsdóttir eftir að úrslitin lágu fyrir. Meðbyr

Greipur Hjaltason er Íslandsmeistari í uppistandi en tíu uppistandarar kepptu um titilinn í Háskólabíói í gærkvöldi.

Anna Lilja Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti og Iddi Biddi eða Ingi Björn Róbertsson í því þriðja. Greipur hlaut 500 þúsund króna peningaverðlaun og þann heiður að bera titilinn „Íslandsmeistari í uppistandi 2020“.

Í tilkynningu segir að Greipur hafi byrjað að koma fram á „open mic kvöldum“ hjá uppistand.is fyrir fimm árum og þá kom hann fram á Gauknum í gegnum Goldengang Comedy á hverjum mánudegi í fjögur ár.

„Áhuginn kom bara því ég vissi að ég gæti þetta og vantaði eitthvað til að stefna að. Að koma fullum sal af fólki er að sjálfsögðu gaman en craftið sjálft, það er að segja að púsla orðunum saman og búa til bita, brandara eða bara súra setningu sem er fyndin, það er það sem ég elska,“ er haft eftir Greipi.

Kynnar keppninnar voru þau Kjartan Atli Kjartansson og Júlíana Sara Gunnarsdóttir en í dómnefnd sátu þau Logi Bergman Eiðsson, Fannar Sveinsson, Gummi Ben, Pálmi Guðmundsson, Steinunn Camilla Sigurðardóttir og Ragna Gestsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.