Fótalaus maður vill fá að keppa í spretthlaupi á ÓL í Tókýó í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Blake Leeper bregður á leik fyrir framan myndavélarnar. Getty/Allen Berezovsky Bandaríkjamaðurinn Blake Leeper vill fá að feta í fótspor Oscar Pistorius og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og hefur áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Blake Leeper er fótalaus en hleypur með tvo gervifæti. Hann vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á síðasta ári en fékk samt ekki að keppa. Leeper vill nú fá Alþjóðaíþróttadómstólinn til að hjálpa sér alveg eins og hann gerði í tilfelli Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius árið 2008. Pistorius vann slíkt mál þegar hann áfrýjaði og fékk að keppa á ÓL í London 2012. Kingsport-native, Paralympian Blake Leeper files appeal for Olympic eligibility https://t.co/napovbTNeY— WJHL (@WJHL11) February 28, 2020 Hinn þrítugi Blake Leeper hefur hlaupið 400 metrana á 44,3 sekúndum sem er nógu góður tími til að fá þátttökurétt á úrtökumóti Bandaríkjamanna í júní. Blake Leeper hefur beðið um að málið sitt fái flýtimeðferð svo að hann geti tekið þátt í úrtökumótinu og tryggt sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. „Ég treysti CAS (Alþjóðaíþróttadómstólinn) til að samþykkja það að ég hef ekkert forskot á fullfæra keppendur. Ég vil bara fá sanngjarnt tækifæri til að keppa við þá,“ sagði Blake Leeper. Blake Leeper fæddist fótalaus fyrir neðan hné. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur breytt afstöðu sinni til svona mála. Nú er sönnunarbyrðin hjá íþróttamanninum sjálfum því hann þarf að sýna það og sanna að gervifæturnir gefi honum ekki forskot. Blake Leeper was born without legs and runs on blade-like prosthetics. He wants to race in the Tokyo Olympics, and he's fast enough to have a shot. Earlier this month, World Athletics ruled him ineligible. He's filing an appeal today. https://t.co/zxSniKfbqX— Adam Kilgore (@AdamKilgoreWP) February 27, 2020 Leeper er ekki samt ekki Ólympíumeistari í sínum T43 fötlunarflokki. Hann var silfur í 400 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra árið 2012 en í báðum hlaupunum tapaði hann fyrir Oscar Pistorius. Það var enginn Oscar Pistorius á Ólympíumótinu 2016 en heldur enginn Blake Leeper því hann var í keppnisbanni eftir að það fannst kókaín í sýni hans. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Blake Leeper vill fá að feta í fótspor Oscar Pistorius og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og hefur áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Blake Leeper er fótalaus en hleypur með tvo gervifæti. Hann vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á síðasta ári en fékk samt ekki að keppa. Leeper vill nú fá Alþjóðaíþróttadómstólinn til að hjálpa sér alveg eins og hann gerði í tilfelli Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius árið 2008. Pistorius vann slíkt mál þegar hann áfrýjaði og fékk að keppa á ÓL í London 2012. Kingsport-native, Paralympian Blake Leeper files appeal for Olympic eligibility https://t.co/napovbTNeY— WJHL (@WJHL11) February 28, 2020 Hinn þrítugi Blake Leeper hefur hlaupið 400 metrana á 44,3 sekúndum sem er nógu góður tími til að fá þátttökurétt á úrtökumóti Bandaríkjamanna í júní. Blake Leeper hefur beðið um að málið sitt fái flýtimeðferð svo að hann geti tekið þátt í úrtökumótinu og tryggt sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. „Ég treysti CAS (Alþjóðaíþróttadómstólinn) til að samþykkja það að ég hef ekkert forskot á fullfæra keppendur. Ég vil bara fá sanngjarnt tækifæri til að keppa við þá,“ sagði Blake Leeper. Blake Leeper fæddist fótalaus fyrir neðan hné. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur breytt afstöðu sinni til svona mála. Nú er sönnunarbyrðin hjá íþróttamanninum sjálfum því hann þarf að sýna það og sanna að gervifæturnir gefi honum ekki forskot. Blake Leeper was born without legs and runs on blade-like prosthetics. He wants to race in the Tokyo Olympics, and he's fast enough to have a shot. Earlier this month, World Athletics ruled him ineligible. He's filing an appeal today. https://t.co/zxSniKfbqX— Adam Kilgore (@AdamKilgoreWP) February 27, 2020 Leeper er ekki samt ekki Ólympíumeistari í sínum T43 fötlunarflokki. Hann var silfur í 400 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra árið 2012 en í báðum hlaupunum tapaði hann fyrir Oscar Pistorius. Það var enginn Oscar Pistorius á Ólympíumótinu 2016 en heldur enginn Blake Leeper því hann var í keppnisbanni eftir að það fannst kókaín í sýni hans.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding Sjá meira