Fótalaus maður vill fá að keppa í spretthlaupi á ÓL í Tókýó í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Blake Leeper bregður á leik fyrir framan myndavélarnar. Getty/Allen Berezovsky Bandaríkjamaðurinn Blake Leeper vill fá að feta í fótspor Oscar Pistorius og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og hefur áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Blake Leeper er fótalaus en hleypur með tvo gervifæti. Hann vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á síðasta ári en fékk samt ekki að keppa. Leeper vill nú fá Alþjóðaíþróttadómstólinn til að hjálpa sér alveg eins og hann gerði í tilfelli Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius árið 2008. Pistorius vann slíkt mál þegar hann áfrýjaði og fékk að keppa á ÓL í London 2012. Kingsport-native, Paralympian Blake Leeper files appeal for Olympic eligibility https://t.co/napovbTNeY— WJHL (@WJHL11) February 28, 2020 Hinn þrítugi Blake Leeper hefur hlaupið 400 metrana á 44,3 sekúndum sem er nógu góður tími til að fá þátttökurétt á úrtökumóti Bandaríkjamanna í júní. Blake Leeper hefur beðið um að málið sitt fái flýtimeðferð svo að hann geti tekið þátt í úrtökumótinu og tryggt sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. „Ég treysti CAS (Alþjóðaíþróttadómstólinn) til að samþykkja það að ég hef ekkert forskot á fullfæra keppendur. Ég vil bara fá sanngjarnt tækifæri til að keppa við þá,“ sagði Blake Leeper. Blake Leeper fæddist fótalaus fyrir neðan hné. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur breytt afstöðu sinni til svona mála. Nú er sönnunarbyrðin hjá íþróttamanninum sjálfum því hann þarf að sýna það og sanna að gervifæturnir gefi honum ekki forskot. Blake Leeper was born without legs and runs on blade-like prosthetics. He wants to race in the Tokyo Olympics, and he's fast enough to have a shot. Earlier this month, World Athletics ruled him ineligible. He's filing an appeal today. https://t.co/zxSniKfbqX— Adam Kilgore (@AdamKilgoreWP) February 27, 2020 Leeper er ekki samt ekki Ólympíumeistari í sínum T43 fötlunarflokki. Hann var silfur í 400 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra árið 2012 en í báðum hlaupunum tapaði hann fyrir Oscar Pistorius. Það var enginn Oscar Pistorius á Ólympíumótinu 2016 en heldur enginn Blake Leeper því hann var í keppnisbanni eftir að það fannst kókaín í sýni hans. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Blake Leeper vill fá að feta í fótspor Oscar Pistorius og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og hefur áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Blake Leeper er fótalaus en hleypur með tvo gervifæti. Hann vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á síðasta ári en fékk samt ekki að keppa. Leeper vill nú fá Alþjóðaíþróttadómstólinn til að hjálpa sér alveg eins og hann gerði í tilfelli Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius árið 2008. Pistorius vann slíkt mál þegar hann áfrýjaði og fékk að keppa á ÓL í London 2012. Kingsport-native, Paralympian Blake Leeper files appeal for Olympic eligibility https://t.co/napovbTNeY— WJHL (@WJHL11) February 28, 2020 Hinn þrítugi Blake Leeper hefur hlaupið 400 metrana á 44,3 sekúndum sem er nógu góður tími til að fá þátttökurétt á úrtökumóti Bandaríkjamanna í júní. Blake Leeper hefur beðið um að málið sitt fái flýtimeðferð svo að hann geti tekið þátt í úrtökumótinu og tryggt sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. „Ég treysti CAS (Alþjóðaíþróttadómstólinn) til að samþykkja það að ég hef ekkert forskot á fullfæra keppendur. Ég vil bara fá sanngjarnt tækifæri til að keppa við þá,“ sagði Blake Leeper. Blake Leeper fæddist fótalaus fyrir neðan hné. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur breytt afstöðu sinni til svona mála. Nú er sönnunarbyrðin hjá íþróttamanninum sjálfum því hann þarf að sýna það og sanna að gervifæturnir gefi honum ekki forskot. Blake Leeper was born without legs and runs on blade-like prosthetics. He wants to race in the Tokyo Olympics, and he's fast enough to have a shot. Earlier this month, World Athletics ruled him ineligible. He's filing an appeal today. https://t.co/zxSniKfbqX— Adam Kilgore (@AdamKilgoreWP) February 27, 2020 Leeper er ekki samt ekki Ólympíumeistari í sínum T43 fötlunarflokki. Hann var silfur í 400 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra árið 2012 en í báðum hlaupunum tapaði hann fyrir Oscar Pistorius. Það var enginn Oscar Pistorius á Ólympíumótinu 2016 en heldur enginn Blake Leeper því hann var í keppnisbanni eftir að það fannst kókaín í sýni hans.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Sjá meira