Fótboltakappi sendir heimsmeistara tóninn: Þarf að taka yfir þjálfunina aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2020 13:30 Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla, og Jóna Margrét Ragnarsdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, eru bæði meðal keppenda í Equsana-deildinni í hestaíþróttum. Bæði voru ekki nógu ánægð með gengi sitt í forkeppninni í síðustu viku, eins og þau sögðu í þætti um deildina sem sýndur var á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöldið. „Það gekk vægast sagt illa,“ sagði hann en sagði að eins í fótboltanum þá er erfitt að sætta sig við slæmt gengi. „Þegar það gengur illa í þau fáu skipti sem maður keppir þá sýður á manni og þannig er staðan núna.“ Bróðir hans, Konráð Valur, er ríkjandi heimsmeistari í skeiði og hefur séð um þjálfun hestsins sem Ragnar Bragi keppti á. „Þú sérð nú það og þetta fór eins og það fór. Ég hugsa því að ég þurfi að taka þetta yfir aftur,“ sagði hann í léttum dúr. Klippa: Equsana-deildin: Jóna Margrét Jóna Margrét var ekki heldur ánægð með gengi sitt í keppninni. „Þetta var eiginlega bara klaufaskapur í mér,“ sagði hún og bætti við að hún þyrfti að finna leið til að koma sér betur í keppnisgírinn fyrir keppni í hestaíþróttum, líkt og hún var vön að gera í handboltanum. „Það var maður sem spurði mig í gær hvort ég færi með svona hugarfar inn á handboltavöllinn,“ sagði hún. „Ég neitaði því auðvitað. Þetta er eitthvað sem ég þarf að laga hjá mér.“ Keppt er í Equsana-deildinni annan hvorn fimmtudag, næst þann 5. mars. Þáttur um það keppniskvöld verður sýndur á Stöð 2 Sport þann 11. mars. Hestar Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Alþingis vann fyrsta mót vetrarins í Equsana-deildinni Saga Steinþórsdóttir á Móa frá Álfhólum fer vel af stað á keppnistímabilinu í hestaíþróttum en fyrsta mót vetrarins í Equsana-deildinni var til umfjöllunar í þætti um keppnina í gær. 13. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla, og Jóna Margrét Ragnarsdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, eru bæði meðal keppenda í Equsana-deildinni í hestaíþróttum. Bæði voru ekki nógu ánægð með gengi sitt í forkeppninni í síðustu viku, eins og þau sögðu í þætti um deildina sem sýndur var á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöldið. „Það gekk vægast sagt illa,“ sagði hann en sagði að eins í fótboltanum þá er erfitt að sætta sig við slæmt gengi. „Þegar það gengur illa í þau fáu skipti sem maður keppir þá sýður á manni og þannig er staðan núna.“ Bróðir hans, Konráð Valur, er ríkjandi heimsmeistari í skeiði og hefur séð um þjálfun hestsins sem Ragnar Bragi keppti á. „Þú sérð nú það og þetta fór eins og það fór. Ég hugsa því að ég þurfi að taka þetta yfir aftur,“ sagði hann í léttum dúr. Klippa: Equsana-deildin: Jóna Margrét Jóna Margrét var ekki heldur ánægð með gengi sitt í keppninni. „Þetta var eiginlega bara klaufaskapur í mér,“ sagði hún og bætti við að hún þyrfti að finna leið til að koma sér betur í keppnisgírinn fyrir keppni í hestaíþróttum, líkt og hún var vön að gera í handboltanum. „Það var maður sem spurði mig í gær hvort ég færi með svona hugarfar inn á handboltavöllinn,“ sagði hún. „Ég neitaði því auðvitað. Þetta er eitthvað sem ég þarf að laga hjá mér.“ Keppt er í Equsana-deildinni annan hvorn fimmtudag, næst þann 5. mars. Þáttur um það keppniskvöld verður sýndur á Stöð 2 Sport þann 11. mars.
Hestar Tengdar fréttir Starfsmannastjóri Alþingis vann fyrsta mót vetrarins í Equsana-deildinni Saga Steinþórsdóttir á Móa frá Álfhólum fer vel af stað á keppnistímabilinu í hestaíþróttum en fyrsta mót vetrarins í Equsana-deildinni var til umfjöllunar í þætti um keppnina í gær. 13. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
Starfsmannastjóri Alþingis vann fyrsta mót vetrarins í Equsana-deildinni Saga Steinþórsdóttir á Móa frá Álfhólum fer vel af stað á keppnistímabilinu í hestaíþróttum en fyrsta mót vetrarins í Equsana-deildinni var til umfjöllunar í þætti um keppnina í gær. 13. febrúar 2020 10:45