Tónlistarkonan Taylor Swift frumsýndi í gær nýtt myndband við lagið The Man og leikur hún sjálf karlmann í myndbandinu. Förðunar- og hárgreiðsluteymi Swift náði á einhvern ótrúlegan hátt að umbreyta þessari glæsilegu konu í karlmann, mann sem gerir það gott í viðskiptalífinu eins og sést í myndbandinu.
Hárgreiðslusérfræðingurinn Fríða Svala hefur verið starfandi í Hollywood í áratugi og unnið með þekktasta fólki heims en hún tók einmitt þátt í því að breyta Taylor Swift í karlmann fyrir myndbandið.
Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir verðlaunakvikmyndina, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli.
Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja.
„Það var mikill heiður að fá að taka þátt í því að umbreyta Taylor Swift í karlmann,“ segir Fríða í færslu á Instagram.
Hér að neðan má sjá færsluna.
Hér að neðan má sjá nýja tónlistarmyndband Taylor Swift.