Óvinsæli kínverski Ólympíumeistarinn dæmdur í átta ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 11:00 Ástralinn Mack Horton neitaði að stíga upp á verðlaunapallinn með Sun Yang á síðasta heimsmeistaramóti. Getty/Visual China Group Kínverski heims- og Ólympíumeistarinn Sun Yang hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti að áfrýjun Alþjóðalyfjaeftirlitsins hafi átt rétt á sér. Alþjóðasundsambandið hafði nefnilega hreinsað kínverska sundmanninn af ásökunum um ólöglega lyfjanotkun en Wada áfrýjaði þeirri ákvörðun til CAS, Alþjóðaíþróttadómstólsins. Hinn 28 ára gamli Sun Yang fær því ekki tækifæri til að verja Ólympíumeistaratitilinn sinn á ÓL í Tókýó í sumar. Olympic swimming champion Sun Yang banned for eight years after Cas ruling https://t.co/kVc6gvkPxy— Guardian sport (@guardian_sport) February 28, 2020 Sun Yang var sakaður um að mölva lyfjaflösku með blóðsýni sínu eftir rifrildi við menn sem lyfjaprófuðu hann í september 2018. Sun Yang, móðir hans og fylgdarlið áttu einnig að hafa reynt að koma í veg fyrir lyfjaprófið og ástæðan var að þau töldu að þeir sem voru mættir til að framkvæma lyfjaprófið hafi ekki haft tilskilin réttindi. Sun hafði áður fengið þriggja mánaða dóm fyrir annað brot. Alþjóðasundsambandið taldi hans vegar saklausan af öllu saman og hreinsaði hann af þessum ásökunum við litlar vinsældir í hreyfingunni. Sun Yang mætti síðan á HM í sundi í Suður-Kóreu í júlí í fyrra og vann þá tíunda og ellefta heimsmeistaratitil sinn á ferlinum. Three-time Olympic champion Sun Yang has been banned for eight years for missing a doping test in September 2018 https://t.co/omYeXZOB9G The Chinese swimmer has never been far from controversy… pic.twitter.com/t6iPgE4WjT— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2020 Sun Yang var án efa óvinsælasti sundmaður mótsins þrátt fyrir gullverðlaunin. Ástralinn Mack Horton og Bretinn Duncan Scott neituðu meðal annars að deila með honum verðlaunapallinum. Nú er ferill Sun Yang hins vegar svo gott sem á enda eftir þennan harða dóm. Hann verður orðinn 36 ára gamall þegar hann má keppa á nýjan leik. Kína Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Sjá meira
Kínverski heims- og Ólympíumeistarinn Sun Yang hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti að áfrýjun Alþjóðalyfjaeftirlitsins hafi átt rétt á sér. Alþjóðasundsambandið hafði nefnilega hreinsað kínverska sundmanninn af ásökunum um ólöglega lyfjanotkun en Wada áfrýjaði þeirri ákvörðun til CAS, Alþjóðaíþróttadómstólsins. Hinn 28 ára gamli Sun Yang fær því ekki tækifæri til að verja Ólympíumeistaratitilinn sinn á ÓL í Tókýó í sumar. Olympic swimming champion Sun Yang banned for eight years after Cas ruling https://t.co/kVc6gvkPxy— Guardian sport (@guardian_sport) February 28, 2020 Sun Yang var sakaður um að mölva lyfjaflösku með blóðsýni sínu eftir rifrildi við menn sem lyfjaprófuðu hann í september 2018. Sun Yang, móðir hans og fylgdarlið áttu einnig að hafa reynt að koma í veg fyrir lyfjaprófið og ástæðan var að þau töldu að þeir sem voru mættir til að framkvæma lyfjaprófið hafi ekki haft tilskilin réttindi. Sun hafði áður fengið þriggja mánaða dóm fyrir annað brot. Alþjóðasundsambandið taldi hans vegar saklausan af öllu saman og hreinsaði hann af þessum ásökunum við litlar vinsældir í hreyfingunni. Sun Yang mætti síðan á HM í sundi í Suður-Kóreu í júlí í fyrra og vann þá tíunda og ellefta heimsmeistaratitil sinn á ferlinum. Three-time Olympic champion Sun Yang has been banned for eight years for missing a doping test in September 2018 https://t.co/omYeXZOB9G The Chinese swimmer has never been far from controversy… pic.twitter.com/t6iPgE4WjT— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2020 Sun Yang var án efa óvinsælasti sundmaður mótsins þrátt fyrir gullverðlaunin. Ástralinn Mack Horton og Bretinn Duncan Scott neituðu meðal annars að deila með honum verðlaunapallinum. Nú er ferill Sun Yang hins vegar svo gott sem á enda eftir þennan harða dóm. Hann verður orðinn 36 ára gamall þegar hann má keppa á nýjan leik.
Kína Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Sjá meira