Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 11:57 Hótelgestir og starfsfók á Costa Adeje Palace hafa verið í sóttkví frá því að kórónuveirusmit greindist á hótelgesti. getty/picture alliance Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira
Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira