Uppgangur popúlisma Sóley Tómasdóttir skrifar 28. febrúar 2020 13:30 Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Sóley Tómasdóttir Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Popúlisma er beitt í stjórnmálum til að ala á andúð almennings gagnvart stjórnkerfinu, ekki bara stjórnmálafólki heldur öllum grundvallarstofnunum hins opinbera. Uppgangur popúlisma byggir oftar en ekki á sjálfumglöðum einstaklingum sem svífast einskis við að skilgreina meinta elítu og ala á tortryggni gagnvart henni. Donald Trump er skínandi dæmi um popúlískan leiðtoga sem hagar stefnu sinni og málflutningi eftir því sem honum hentar hverju sinni svo lengi sem það styrkir ímynd hans sem bjargvættar almennings gagnvart spilltu kerfi elítunnar. Aðferðin er í grunninn einföld. Hann varpar kerfisbundið rýrð á opinberar stofnanir, gefur til kynna að þær séu í raun hin spillta elíta, og þar með fjarlægir hann sjálfan sig frá sama stimpli – hann er svarið við spillingunni, það er hann sem kjósendur eiga að setja traust sitt á en ekki kerfið sem er samansett af spilltu stjórnmála- og embættisfólki sem blekkir og lýgur að almenningi. Kjör Trump kom flestum á óvart. Fræða- og stjórnmálafólk var almennt sammála um að hegðun hans, fas og málfar væri of óheflað og óvandað til að hann gæti náð kjöri. Kosningaloforð hans voru uppfull af þversögnum, hann fór rangt með staðreyndir og skeytti engu um leiðréttingar eða gagnrýni. Hann var því afskrifaður sem einhverskonar furðufugl eða trúður sem varð til þess að andstæðingar hans sofnuðu á verðinum. Í ljós kom að stór hluti bandarískra kjósenda treysti honum sem manni alþýðunnar og alls ekki útilokað að hann nái aftur kjöri í haust. Þótt stefna Trump sé óútreiknanleg og einkennist fyrst og fremst af hentistefnu er tortryggni gagnvart opinberum stofnunum og ótti við fjölbreytileika rauður þráður í öllu sem hann segir. Hann svífst einskis í fullyrðingum sínum um spillingu og vanhæfni sem sannarlega eru ekki látnar gjalda sannleikans. Popúlismi á Íslandi Öðru hverju hafa skapast umræður um popúlisma á Íslandi, þótt raunverulegar áhyggjur virðist ekki vera til staðar af uppgangi hans enn sem komið er. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar skipa ríkisstjórn og meirihluta sveitarstjórna og fara almennt að góðum stjórnsýsluháttum í störfum sínum. Í Borgarstjórn Reykjavíkur eru þó raunverulegar blikur á lofti þar sem framganga eins borgarfulltrúa minnir óþægilega á sjálfumglaða leiðtoga popúlismans erlendis. Gífuryrði um neyðarástand, spillingu, blekkingar, lögbrot, lygar og pretti borgarfulltrúa eru daglegt brauð, sett fram á óheflaðan og óvandaðan hátt og oft fullkomlega óháð sannleiksgildi. Því til viðbótar er starfsfólk borgarinnar smánað, tortryggt og sakað um vanhæfni og spillingu á opinberum vettvangi án þess að það eigi möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Borgarfulltrúinn virðir hvorki valdmörk sín né hlutverk, sem felst í stefnumótun og ákvarðanatöku í samstarfi við aðra kjörna fulltrúa. Henni ber að beina gagnrýni sinni að samstarfsfólki sínu á vettvangi borgarstjórnar en ekki starfsfólks sem hefur það eina hlutverk að framfylgja ákvörðununum. Enn síður skeytir borgarfulltrúinn um þá staðreynd að málfrelsi hennar er meira en embættisfólks sem verður að gæta hlutleysis til að geta unnið með kjörnum fulltrúum allra flokka. Eini möguleikinn sem þau hafa er að senda erindi til forsætis- og/eða siðanefndar. Að grípa til varna á opinberum vettvangi myndi rýra trúverðugleika þeirra og setja þau í mjög erfiða stöðu gagnvart öllum kjörnum fulltrúum, bæði nútíðar og framtíðar. Alvarleiki málsins Almennt viðkvæði við framgöngu borgarfulltrúans er að gera grín að óhefluðu orðfæri, gífuryrðum og rökleysu. Að afskrifa hana sem einhvers konar furðufugl. Vissulega gefur hún tilefni til slíks, þó betur færi á því að brugðist væri af alefli við þessum markvissu og öguðu popúlísku vinnubrögðum. Fyrir henni vakir það eitt að grafa undan trausti almennings gegn opinberum stofnunum og hrekja starfsfólk úr stjórnkerfinu svo hægt verði að fylla stöðurnar með fólki sem henni er þóknanlegt að afloknum næstu kosningum. Skilgreina elítu og almenning og skapa gjá sem hún ein getur brúað. Nýjasta mæling Gallup á trausti til stofnana samfélagsins bendir til þess að borgarfulltrúanum miði ágætlega, enda hefur traust gagnvart borgarstjórn dalað úr 24% í 17% frá síðustu kosningum og mælist nú minnst allra stofnana. Stöndum saman gegn uppgangi popúlisma Til að koma í veg fyrir uppgang popúlisma á Íslandi verður að takast á við hann af festu. Kjörnir fulltrúar verða að virða valdmörk sín, takast á á jafningjagrunni og tryggja að starfsfólk borgarinnar geti unnið vinnuna sína í friði. Það verður aðeins gert með því að svara þeim árásum fullum hálsi sem starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur setið þegjandi undir. Ég skora á kjörna fulltrúa að taka höndum saman, verjast popúlískum árásum og setja hagsmuni borgarbúa í forgang. Stjórnmál eiga að snúast um stefnumótun í þágu almannahagsnuna en ekki persónuárásir í þágu valdabrölts einstaklinga.Höfundur er fyrrverandi forseti borgarstjórnar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun