Liverpool gæti misst af titlinum ef tímabilið verður flautað af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 14:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er svo gott sem búinn að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann gæti samt sem áður horft upp á sína verstu martröð verði mótið flautað af vegna kórónuveirunnar. Getty/Visionhaus Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á titilinn vísan nema kannski ef kórónuveiran heldur áfram að breiðast út um heiminn. Blaðamaður Telegraph forvitnaðist um það hvað myndi gerast ef enska úrvalsdeildin yrði að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu þar sem leikjum hefur verið frestað og margir leikir um helgina fara fram fyrir luktum dyrum. There is no guarantee Liverpool would be crowned Premier League champions if the season was curtailed by coronavirus | @ben_rumsby reportshttps://t.co/Lu7gvYcZ79— Telegraph Football (@TeleFootball) February 28, 2020 Blaðamaður Telegraph komst að því að það er ekkert til um það í reglugerðinni hvað yrði gert með enska meistaratitilinn ef þarf að aflýsa síðustu umferðum tímabilsins vegna faraldursins. Það er því ekkert öruggt að það lið sem á toppnum á þeim tíma fá titilinn afhentan eða verði titlað enskur meistari 2019-2020. Það eru ennþá engin áhrif frá kórónuveirunni á ensku úrvalsdeildina en miðað við það hversu hratt hún breiðist um Asíu og Evrópu er von á því að það geti breyst snögglega. Newcastle hefur sem dæmi ráðlagt leikmönnum sínum að heilsa ekki hvorum öðrum á æfingum liðsins. Knattspyrnusamband Evrópu hefur einnig áhyggjur af Evrópumótinu í sumar og það gæti líka margt breyst til hins verra áður en kemur að umspilsleiknum á Laugardalsvellinum eftir 27 daga. Liverpool 'could miss out on title' if coronavirus cuts short Premier League season' https://t.co/4CqJOsYJ7ppic.twitter.com/WMfWDZsUh1— Mirror Football (@MirrorFootball) February 28, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í kórónuveiruna á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Watford. „Við tökum þessu mjög alvarlega en við getum ekki forðast neitt. Þetta er ekki fótboltavandmál heldur samfélagsvandamál. Vonandi finnur gáfaða fólkið réttu leiðina og réttu svörin,“ sagði Jürgen Klopp. „Það hefur ekki verið sagt við okkur að við getum ekki spilað leikina og það munum við gera. Við tökum þessu af fyllstu alvöru en við erum ekki að missa okkur af áhyggjum. Það hefur enginn bannað okkur að taka í hendur mótherjanna en við ætlum ekki að þvingað okkar leikmenn til þess. Við getum ekki gert meira en að mæta á staðinn og spila,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Liverpool er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á titilinn vísan nema kannski ef kórónuveiran heldur áfram að breiðast út um heiminn. Blaðamaður Telegraph forvitnaðist um það hvað myndi gerast ef enska úrvalsdeildin yrði að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Kórónuveiran er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu þar sem leikjum hefur verið frestað og margir leikir um helgina fara fram fyrir luktum dyrum. There is no guarantee Liverpool would be crowned Premier League champions if the season was curtailed by coronavirus | @ben_rumsby reportshttps://t.co/Lu7gvYcZ79— Telegraph Football (@TeleFootball) February 28, 2020 Blaðamaður Telegraph komst að því að það er ekkert til um það í reglugerðinni hvað yrði gert með enska meistaratitilinn ef þarf að aflýsa síðustu umferðum tímabilsins vegna faraldursins. Það er því ekkert öruggt að það lið sem á toppnum á þeim tíma fá titilinn afhentan eða verði titlað enskur meistari 2019-2020. Það eru ennþá engin áhrif frá kórónuveirunni á ensku úrvalsdeildina en miðað við það hversu hratt hún breiðist um Asíu og Evrópu er von á því að það geti breyst snögglega. Newcastle hefur sem dæmi ráðlagt leikmönnum sínum að heilsa ekki hvorum öðrum á æfingum liðsins. Knattspyrnusamband Evrópu hefur einnig áhyggjur af Evrópumótinu í sumar og það gæti líka margt breyst til hins verra áður en kemur að umspilsleiknum á Laugardalsvellinum eftir 27 daga. Liverpool 'could miss out on title' if coronavirus cuts short Premier League season' https://t.co/4CqJOsYJ7ppic.twitter.com/WMfWDZsUh1— Mirror Football (@MirrorFootball) February 28, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í kórónuveiruna á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Watford. „Við tökum þessu mjög alvarlega en við getum ekki forðast neitt. Þetta er ekki fótboltavandmál heldur samfélagsvandamál. Vonandi finnur gáfaða fólkið réttu leiðina og réttu svörin,“ sagði Jürgen Klopp. „Það hefur ekki verið sagt við okkur að við getum ekki spilað leikina og það munum við gera. Við tökum þessu af fyllstu alvöru en við erum ekki að missa okkur af áhyggjum. Það hefur enginn bannað okkur að taka í hendur mótherjanna en við ætlum ekki að þvingað okkar leikmenn til þess. Við getum ekki gert meira en að mæta á staðinn og spila,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti