25 dagar í Rúmeníuleikinn: Mikill munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2020 10:00 Ísland hefur aldrei stillt upp eldra liði en í leiknum út í Albaníu í september. Hér fagna strákarnir öðru marka íslenska liðsins í leiknum. EPA-EFE/MALTON DIBRA Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það mátti líka sjá talsverðan mun á meðalaldri Íslands og Rúmeníu í undankeppninni sem fór fram frá mars til nóvember á síðasta ári. Hann var hæstur hjá íslenska liðinu 30,8 ár í leik úti í Albaníu í september en lægstur 25,1 ár hjá Rúmeníu í lokaleik sínum á móti Spáni í nóvember. Hér munar meira en fimm árum sem er mjög mikið. Yngsti íslenski leikmaðurinn í leiknum á móti Albaníu var hinn 24 ára gamli Hjörtur Hermannsson en sá elsti var hinn 37 ára gamli Kári Árnason. Langelsti leikmaður Rúmena í leiknum við Spánverja og sá eini yfir þrítugt í byrjunarliðinu var markvörðurinn og fyrirliðinn CiprianTatarusanu sem var 34 ára. Leikreynslan er líka mun meiri hjá íslenska landsliðinu. Í leiknum á móti Albaníu, sem var síðasti leikur fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar í undankeppninni, hafði byrjunarlið Íslands spilað 62,6 landsleiki að meðaltali. Sex leikmenn úr byrjunarliðinu, eða meira en helmingur, var kominn með yfir 70 landsleiki eftir þann leik í Albaníu. Í lokaleik Rúmena í undankeppninni sem fram fór á Spáni var meðal leikreynsla byrjunarliðsins aftur á móti aðeins 19,2 leikir en aðeins markvörðurinn CiprianTatarusanu hafði spilað yfir 40 landsleiki. Leikmannahóparnir munu eflaust breytast eitthvað fyrir leikinn á Laugardalsvelli 26. mars en það er nokkuð ljóst að það verður áfram talsverður munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu.Hæsti meðalaldur íslenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 30,81 ár á móti Albaníu (úti í september) 30.79 ár á móti Moldóvu (heima í september) 30,31 ár á móti Tyrklandi (heima í júní)Lægsti meðalaldur rúmenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 25,14 ár á móti Spáni (úti í nóvember) 26,18 ár á móti Möltu (úti í júní) 26,35 ár á móti Svíþjóð (heima í nóvember)Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það mátti líka sjá talsverðan mun á meðalaldri Íslands og Rúmeníu í undankeppninni sem fór fram frá mars til nóvember á síðasta ári. Hann var hæstur hjá íslenska liðinu 30,8 ár í leik úti í Albaníu í september en lægstur 25,1 ár hjá Rúmeníu í lokaleik sínum á móti Spáni í nóvember. Hér munar meira en fimm árum sem er mjög mikið. Yngsti íslenski leikmaðurinn í leiknum á móti Albaníu var hinn 24 ára gamli Hjörtur Hermannsson en sá elsti var hinn 37 ára gamli Kári Árnason. Langelsti leikmaður Rúmena í leiknum við Spánverja og sá eini yfir þrítugt í byrjunarliðinu var markvörðurinn og fyrirliðinn CiprianTatarusanu sem var 34 ára. Leikreynslan er líka mun meiri hjá íslenska landsliðinu. Í leiknum á móti Albaníu, sem var síðasti leikur fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar í undankeppninni, hafði byrjunarlið Íslands spilað 62,6 landsleiki að meðaltali. Sex leikmenn úr byrjunarliðinu, eða meira en helmingur, var kominn með yfir 70 landsleiki eftir þann leik í Albaníu. Í lokaleik Rúmena í undankeppninni sem fram fór á Spáni var meðal leikreynsla byrjunarliðsins aftur á móti aðeins 19,2 leikir en aðeins markvörðurinn CiprianTatarusanu hafði spilað yfir 40 landsleiki. Leikmannahóparnir munu eflaust breytast eitthvað fyrir leikinn á Laugardalsvelli 26. mars en það er nokkuð ljóst að það verður áfram talsverður munur á meðalaldri og reynslu landsliða Íslands og Rúmeníu.Hæsti meðalaldur íslenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 30,81 ár á móti Albaníu (úti í september) 30.79 ár á móti Moldóvu (heima í september) 30,31 ár á móti Tyrklandi (heima í júní)Lægsti meðalaldur rúmenska liðsins í einum leik í undankeppni EM 2020: 25,14 ár á móti Spáni (úti í nóvember) 26,18 ár á móti Möltu (úti í júní) 26,35 ár á móti Svíþjóð (heima í nóvember)Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00 29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00 28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
27 dagar í Rúmeníuleikinn: Þegar rúmenska stórstjarnan varð undir í baráttunni við Eið Smára Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum. 28. febrúar 2020 10:00
29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. 26. febrúar 2020 10:00
28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. 27. febrúar 2020 10:00