Brottvísun Maní frestað Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 19:22 Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi þann 17. febrúar. Vísir/Sigurjón Brottvísun íranska trans piltsins Maní Shahidi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra. Upphaflega átti að vísa fjölskyldunni úr landi þann 17. febrúar. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu RÚV. Þá býst hún við því að fá frekari gögn frá Útlendingastofnun vegna málsins í næstu viku. Brottvísun Maní var frestað síðast eftir að hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar lögðust gegn því að hann yrði fluttur úr landi í slíku ástandi og staðfesti lögregla að það yrði ekki gert. Sjá einnig: Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Claudie hefur gagnrýnt málsmeðferð fjölskylduna og sagði meðal annars í samtali við fréttastofu að hún hefði tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð yfirvalda. Hún gerði því ráð fyrir því að hann fengi réttlátari málsmeðferð við endurupptöku. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie. Settur forstjóri Útlendingastofnunar sagði hins vegar að ástæður þess að ekki hafi verið rætt við drenginn væru þær að foreldrar hans hefðu afþakkað það. Þá byggði umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega ekki á aðstæðum drengsins og því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn. Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Brottvísun íranska trans piltsins Maní Shahidi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra. Upphaflega átti að vísa fjölskyldunni úr landi þann 17. febrúar. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu RÚV. Þá býst hún við því að fá frekari gögn frá Útlendingastofnun vegna málsins í næstu viku. Brottvísun Maní var frestað síðast eftir að hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar lögðust gegn því að hann yrði fluttur úr landi í slíku ástandi og staðfesti lögregla að það yrði ekki gert. Sjá einnig: Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Claudie hefur gagnrýnt málsmeðferð fjölskylduna og sagði meðal annars í samtali við fréttastofu að hún hefði tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð yfirvalda. Hún gerði því ráð fyrir því að hann fengi réttlátari málsmeðferð við endurupptöku. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie. Settur forstjóri Útlendingastofnunar sagði hins vegar að ástæður þess að ekki hafi verið rætt við drenginn væru þær að foreldrar hans hefðu afþakkað það. Þá byggði umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega ekki á aðstæðum drengsins og því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn.
Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51