Óvíst hvort Martial verði með gegn Everton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2020 20:15 Martial fagnar marki sínu gegn Watford. Vísir/Getty Anthony Martial, franski sóknarmaður Manchester United, missir eflaust af heimsókn Manchester United á Goodison Park á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í vikunni. Martial hefur farið á kostum síðan vetrarhléi ensku úrvalsdeildarinnar lauk en hann hafði skorað í þremur leikjum í röð áður en hann meiddist. Skoraði hann í 2-0 sigri Man Utd á Chelsea, 3-0 sigrinum á Watford og þá skoraði hann í 1-1 jafntefli liðsins gegn Club Brugge í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vegna meiðslanna þá missti hann af síðari leiknum gegn Club Brugge en það kom ekki að sök þar sem Man Utd vann 5-0 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sagði á blaðamannafundi í morgun að óvíst væri hvenær Martial færi leikfær og þeir myndu ekkert vita fyrr en hann færi í skoðun. Sú skoðun átti að fara fram í dag en enn hefur ekkert heyrst frá félaginu. The boss spoke about the fitness of @AnthonyMartial ahead of Sunday’s trip to Goodison Park #MUFC#EVEMUN— Manchester United (@ManUtd) February 28, 2020 Um er að ræða meiðsli á læri og í kringum hnéð samkvæmt Solskjær. Það er ljóst að Man Utd má ekki við frekari skakkaföllum en Marcus Rashford og Paul Pogba verða líklega frá út leiktíðina. Þó Odion Ighalo hafi skorað sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Club Brugge þá er ljóst að hann og ungstirnið Mason Greenwood geta ekki séð um markaskorun liðsins fram á sumar. Það er því vonandi fyrir Martial, Man Utd og stuðningsmenn félagsins að framherjinn franski nái sér sem fyrst en hann hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni. Enski boltinn Tengdar fréttir United gekk frá Club Brugge og Ragnar í 16-liða úrslitin | Öll úrslit kvöldsins Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-0 sigur á Club Brugge í síðari leik liðanna í kvöld. 27. febrúar 2020 22:00 Ragnar og félagar fara til Istanbul en Manchester United hafði heppnina með sér Manchester United menn höfðu heppnina með sér þegar dregið var í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 28. febrúar 2020 12:15 Sjáðu markasúpuna á Old Trafford og rauða spjaldið furðulega Manchester United var í miklu stuði á Old Trafford í kvöld. Liðið skoraði fimm mörk í 5-0 sigri á Club Brugge í Evrópudeildinni. 27. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Anthony Martial, franski sóknarmaður Manchester United, missir eflaust af heimsókn Manchester United á Goodison Park á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu í vikunni. Martial hefur farið á kostum síðan vetrarhléi ensku úrvalsdeildarinnar lauk en hann hafði skorað í þremur leikjum í röð áður en hann meiddist. Skoraði hann í 2-0 sigri Man Utd á Chelsea, 3-0 sigrinum á Watford og þá skoraði hann í 1-1 jafntefli liðsins gegn Club Brugge í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vegna meiðslanna þá missti hann af síðari leiknum gegn Club Brugge en það kom ekki að sök þar sem Man Utd vann 5-0 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sagði á blaðamannafundi í morgun að óvíst væri hvenær Martial færi leikfær og þeir myndu ekkert vita fyrr en hann færi í skoðun. Sú skoðun átti að fara fram í dag en enn hefur ekkert heyrst frá félaginu. The boss spoke about the fitness of @AnthonyMartial ahead of Sunday’s trip to Goodison Park #MUFC#EVEMUN— Manchester United (@ManUtd) February 28, 2020 Um er að ræða meiðsli á læri og í kringum hnéð samkvæmt Solskjær. Það er ljóst að Man Utd má ekki við frekari skakkaföllum en Marcus Rashford og Paul Pogba verða líklega frá út leiktíðina. Þó Odion Ighalo hafi skorað sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Club Brugge þá er ljóst að hann og ungstirnið Mason Greenwood geta ekki séð um markaskorun liðsins fram á sumar. Það er því vonandi fyrir Martial, Man Utd og stuðningsmenn félagsins að framherjinn franski nái sér sem fyrst en hann hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum til þessa á leiktíðinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir United gekk frá Club Brugge og Ragnar í 16-liða úrslitin | Öll úrslit kvöldsins Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-0 sigur á Club Brugge í síðari leik liðanna í kvöld. 27. febrúar 2020 22:00 Ragnar og félagar fara til Istanbul en Manchester United hafði heppnina með sér Manchester United menn höfðu heppnina með sér þegar dregið var í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 28. febrúar 2020 12:15 Sjáðu markasúpuna á Old Trafford og rauða spjaldið furðulega Manchester United var í miklu stuði á Old Trafford í kvöld. Liðið skoraði fimm mörk í 5-0 sigri á Club Brugge í Evrópudeildinni. 27. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
United gekk frá Club Brugge og Ragnar í 16-liða úrslitin | Öll úrslit kvöldsins Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir öruggan 5-0 sigur á Club Brugge í síðari leik liðanna í kvöld. 27. febrúar 2020 22:00
Ragnar og félagar fara til Istanbul en Manchester United hafði heppnina með sér Manchester United menn höfðu heppnina með sér þegar dregið var í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 28. febrúar 2020 12:15
Sjáðu markasúpuna á Old Trafford og rauða spjaldið furðulega Manchester United var í miklu stuði á Old Trafford í kvöld. Liðið skoraði fimm mörk í 5-0 sigri á Club Brugge í Evrópudeildinni. 27. febrúar 2020 22:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti